Úrval - 01.06.1953, Side 105

Úrval - 01.06.1953, Side 105
SKARTGRIPASKRÍNIÐ 103 heim til mín með skrínið! Þar skaltu fá eins mikið fyrir það og þú setur upp.“ En Nastasiu leizt ekki á það. „Hjá okkur er það ekki til siðs að maturinn elti magann.“ sagði hún. „Sæktu peningana, þá er skrínið þín eign!“ Frúin sá, að hér var kona, sem vissi hvers virði peningar voru, og hún sagði í bænar- rómi: „En ég vona að þú seljir skrín- ið ekki!“ Nastasia svaraði: „Það er óhætt að reiða sig á það. Ég geng ekki á bak orða minna. Ég bíð þangað til í kvöld. Eftir það ræð ég hvað ég geri.“ Þegar kona Lurks var far- in, ruddist öll kaupendahersing- in inn. Þeir höfðu sýnilega legið á hleri og nú spurðu þeir: „Jæja, er það selt?“ „Kaupin eru gerð,“ svaraði Nastasia. „Og hve mikið fékkstu fyrir það?“ „Tvö þúsund, eins og ég setti upp!“ „Hvað er að heyra!“ hrópuðu þeir. „Ertu alveg gengin af göfl- unum! Ætlar þú að sleppa því í hendur ókunnugra og láta okkur sitja eftir með sárt ennið!“ En þegar þeir fóru að bjóða Nastasiu ennþá hærra, þá var það eins og að skvetta vatni á gæs._ „Eg veit, að þið eruð vanir að svíkja loforð ykkar,“ sagði hún. „En ykkur þýðir ekki að reyna að fá mig til þess. Þessi kona reiðir sig á mig. Það er óþarfi að hafa fleiri orð um þetta.“ Kona Lurks kom aftur að vörmu spori. Hún borgaði út í hönd, tók við skríninu og fór með það heim til sín. En þegar hún var að fara út, mætti hún Tanjusjku á þröskuldinum. Stúlkan hafði verið fjarstödd, og kaupin höfðu verið gerð án þess að hún hefði hugmynd um. Nú sá hún að fín frú var að fara burt með skrínið. Tanj- usjka hvessti á hana augun. En kona Lurks gat sannar- lega endurgoldið augnaráðið. „Hvað á þetta að þýða? Hver er hún?“ spurði frúin. „Fólk segir að hún sé dóttir mín,“ svaraði Nastasia. „Hún hefði staðið næst því að erfa þetta skrín, sem þú hefur keypt. Við hefðum ekki selt það, ef við hefðum ekki verið tilneydd. Hún hefur haft yndi af að leika sér að gripunum frá því að hún var barn. Hún var vön að skreyta sig með þeim og masa ósköpin öll um að þeir væru hlýjir og fallegir. En við skulum ekki tala um það! Það sem maður hefur einu sinni glatað — það er horfið!“ „Ekki þarf það að vera!“ sagði kona Lurks. „Ég hef sjálfsagt einhver ráð með þessa gimsteina." En með sjálfri sér hugsaði hún: „Það er gott að sú græn- eygða veit ekki hvers hún er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.