Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 36
Drengja hœr með 1000 íhúa.
Grein úr „Det Rigtige“,
eftir Gunnar Nyborg-Jensen.
AÐ var á köldum vetrar-
morgni fyrir mörgum árum,
að löng vöruflutningalest mjak-
aðist yfir f jalllendi Pennsylvan-
íu. I einum vöruvagninum sat
drenghnokki, 12 ára að aldri,
sem hafði strokið að heiman.
Þegar lýsti af degi, sá hann að
hann var ekki einn í vagninum.
1 horninu andspænis sat gamall
flakkari. Þeir fóru að tala sam-
an. 1 fyrstu var snáðinn fremur
fáorður, en það leið ekki á löngu
áður en hann varð ræðnari og
fór að segja sögu sína. Það var
gamla sagan — pabbi dó,
mamma gifti sig aftur, svo dó
hún líka, það var enginn eftir
nema stjúpfaðirinn.
— Ég veit af stað sem væri
góður fyrir þig, sagði Harry,
gamli flakkarinn. Það er staður
- fyrir drengi. Forstöðumaðurinn
er kaþólskur prestur, sem ég
hata eins og pestina. En stað-
urinn er góður fyrir þig.
— Hvers vegna er þér þá
svona illa við þennan mann?
spurði drengurinn. Hann hét
Stubbur.
— Af því að hann lék einu
sinn á mig, svaraði Harry. Hann
rak hótel fyrir heimilislausa
menn. Á efri hæðinni var svefn-
salur fyrir þá „reglusömu", en.
á neðri hæðinni fyrir drykkju-
hrútana, drykkjuhrúta eins og
mig. Presturinn spurði strax
hvort ég væri með áfengi á mér,
og ég svaraði því auðvitað neit-
andi. Svo leitaði hann í vösum
mínum, en fann ekkert. Þá fór
ég að feta mig upp stigann, en
þegar ég var kominn hálfa leið
upp, hvað heldur þú að hann
geri þá — hann slær hattinn af
höfðinu á mér með handarbak-
inu. Og hvað skeði ? Jú, ég missti
hálfflösku af ágætis heima-
bruggi, sem ég hafði falið í hatt-
inum. Það fyrirgef ég honum
aldrei, en nú er hann hættur að
reka hótelið. Nú stjórnar hann
drengjaheimili, og það er einmitt
staður fyrir þig.
— Hvað heitir þessi prestur?
spurði Stubbur litli.
— Ég veit það ekki, ég er
búinn að gleyma því. Ég man
ekki heldur hvar heimilið er.
— Hvað á ég þá að gera?
spurði Stubbur.
— Spurðu bara eftir einhverj-
um presti, sagði gamli flakkar-
inn. Það hlýtur einhver að geta
hjálpað þér. Spurðu prestana,