Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 49
Hin mikla spurning, sem legið
hefur mönnum á hjarta
frá elztu tímum.
Örlög vor eftir dauöann.
Grein úr „Verden Idag“.
X1 N S KI heimsspekingurinn
Bertrand Russel minnist á
einum stað í bók sinni Unpopul-
ar Essays á kenninguna um upp-
risu holdsins, sem er ein grein
trúarjátningarinnar, og segir í
því sambandi:
„Hinn opinberi heimspeking-
ur kaþólsku kirkjunnar, Tómas
Akvínas, ræddi ýtarlega og al-
varlega eitt mjög mikilvægt
vandamál, sem ég er hræddur
um, að guðfræðingar nú á dög-
um hafi sýnt óverðskuldaða
vanrækslu. Hann hugsar sér
mannætu, sem hefur aldrei étið
annað en mannakjöt, og einnig
faðir hans og móðir. Sérhver
smáögn líkama hans tilheyrir
því öðrum í raun og veru. Það er
ekki hægt að hugsa sér, að þeir,
sem mannætan hefur étið, eigi
að lifa líkamalausir um alla ei-
'lífð. En ef svo er ekki, hvað
verður þá eftir af mannætunni ?
Hvernig getur hann brunnið í
eldi svo sem hann verðskuldar,
ef öllum iíkama hans skal skilað
til hinna upprunalegu eigenda?
Hinn kaþólski heimspekingur
skildi réttilega, að þetta vanda-
mál getur orðið erfitt úrlausn-
ar.“
P. G. Lindhardt dr. theol.,
prófessor í kirkjusögu við há-
skólann í Árósum, hlýtur að
vera einn þeirra nútímaguð-
fræðinga, sem Russell lýsti eft-
ir, því það er ekki hægt að
segja, að hann gangi framhjá
því vandamáli, sem Tómas Ak-
vínas ræddi af svo mikilli alvöru
á sínum tíma og Russell nú með
nokkurri glettni. Þvert á móti
tók hann djarflega til orða í við-
tali, sem Berlingske Tidende
flutti undir fyrirsögninni: ó-
dauðleikatrúin verður ekki
byggð á Biblíunni.
Þetta viðtal hans olli alláköf-
um blaðadeilum. Þær kyrrðust
þó brátt, er Lindhardt prófess-
or gerði nánari grein fyrir skoð-
unum sínum í útvarpinu. Hann
hafði reynt að greina á milli
trúarinnar á ódauðleika sálar-
innar og þess, að kristindómur-
inn segir ekkert um framtíðina.
Hann kennir, að maðurinn eigi
ekki líf sitt, heldur sé algerlega
háður hinum órannsakanlegu
vegur Guðs. Hin almenna trú