Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 93
Skartgripaskrín ið
eftir Pavel Bazjov.
Nastasia — ekkja Stepans —
átti skartgripaskrín úr malakíti
eftir mann sinn. í því voru
nokkrir munir, sem kvenfólk
hefur yndi af — hringir, eyrna-
lokkar og þessháttar. Frúin í
Koparfjallinu hafði gefið Step-
an þetta skrín, þegar hann ætl-
aði að fara að gifta sig.
Nastasia hafði verið munað-
arlaus frá barnæsku. Hún var
ekki vön slíkum dýrgripum og
fremur lítið gefin fyrir að hlaða á
sig skrauti. En þegar þau Stepan
hófu búskap, fór hún auðvitað
strax að skreyta sig með mun-
unum, sem voru í skríninu, enda
þótt þeir væru reyndar ekki eft-
ir hennar smekk. Hún setti upp
einn hringinn . .. Og jafnskjótt
var sem hann kiemmdi hana
og kreisti, svo að hún varð al-
veg máttlaus, þegar hún ætlaði
til kirkju eða í heimsókn til
kunningjanna. Svo setti hún á
sig eyrnalokkana . . . og þá
keyrði fyrst um þverbak. Þeir
toguðu svo í eyrun, að eyrna-
sneplarnir bólgnuðu. Það var
helmingi þyngra að bera þá en
allar byrðar daglega lífsins. Ekki
fór betur, þegar hún setti á sig
perlufesti með sex eða sjö perl-
um. Henni fannst sem lagður
hefði verið ís um hálsinn á sér
og henni ætlaði aldrei að hlýna
aftur. Hún gat ekki látið sjá
sig með þessar perlur. Aldrei
að eilífu!
„Hafið þið séð hvað frúin í
Fjallinu hefur fundið upp á?“
myndi fólk segja.
Stepan var ekki þannig gerð-
ur, að hann þvingaði konu sína
til að bera gripina úr skríninu.
Einu sinni sagði hann hreint og
beint:
„Hentu þessu rusli, svo að
það fari ekki illa fyrir okkur!“
Þess vegna faldi Nastasia
skrínið í einni af innstu kistun-
um, þar sem hún geymdi strokna
línið sitt.
Nastasia hafði ekki fyrir
nokkra muni viljað segja ókunn-
ugum frá skríninu. En það var
einn maður, sem vissi hvernig
í öllu lá. „Farðu nú ekki að selja
skrinið fyrir gjafverð,“ sagði
hann. „Það er mikils virði.“
Þessi maður var margfróður
náungi og enginn venjulegur
ánauðugur þræll. Hann hafði í
eina tíð verið námuverkstjóri,
en hafði verið rekinn af því að
hann var ekki nógu harðhentur
við verkamennina. Honum þótti
líka sopinn góður. Hann var