Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 25
ILJLVIÐRABÁLKURINN MIKLI 1949
23
aði til jarðar í f jalllendi. Hann
lá úti í sex sólarhringa og kól
á fótum, en þá urðu aðrir flug-
menn hans varir og lögðu líf
sitt í hættu til að bjarga hon-
um.
Samtals fórust á annað hundr-
að manns af völdum veðursins,
en nákvæmar tölur um skepnu-
tjón munu aldrei fást. Landbún-
aðarráðuneyti Bandaríkjanna
lét aðeins rannsaka skepnutjón-
íð í einu fylki, Wyoming. Þar
fórust 125.000 sauðfénaðar og
23.000 nautgripa. Önnur ná-
grannafylki höfðu orðið fyrir
svipuðu tjóni. Snjóskaflarnir
urðu sumstaðar 10 metra djúp-
ir og peningshús færðust í kaf,
svo að margt fjárins kafnaði
eftir að það komst í hús. Fóður-
birgðir í haganum huldust
klakahjúpi, sem síðan fennti í
kaf.
Stundum var frostgrimmdin
svo gífurleg, að skepnur fund-
ust gaddfreðnar þar sem þær
stóðu, og fiskar frusu í ám og
vötnum. Oft komu bændur að
dauðum kindum við heystabb-
ana, — kuldinn hafði svipt þær
matarlystinni og þær liðu hung-
urdauða við allsnægtir. Hirtir og
elgsdýr þyrptust að akvegum
og járnbrautum, þar sem snjó-
plógar höfðu rutt brautir gegn-
um ófærðina, og menn, sem
nokkrum mánuðum áður höfðu
setið um líf þessara dýra með
byssu í hönd, hjálpuðust nú að
við að moka snjóinn ofan af
lífsbjörg þessara villtu vesa-
linga.
Sumir, bæði menn og málleys-
ingjar, þraukuðu þessi ósköp af
svo vel að furðu sætti. Indíána-
kona, frú Fred One Feather,
fæddi son í snjóskafli í 30 stiga
frosti á Celsíus. Þegar mæðgin-
in fundust, leið þeim báðum á-
gætlega. Bóndi einn gróf upp
hálmsstabba, er legið hafði und-
ir 6 metra djúpum skafli í 63
daga. Þarna voru þá tveir Here-
ford-tarfar, vel lifandi en dálítið
skjögrandi á fótunum. Annar
bóndi fann horskjátu eina í snjó-
skafli, sem reyndist vera göltur,
er horfið hafði þrem mánuðum
áður og þá vegið 300 pund. Hann
var ekki verr farinn en það, að
hann seiglaðist við að labba heil-
an kílómetra, að næsta fóður-
trogi.
Það var einn stór kostur við
endalok þessa mikla veðrahams.
Þegar aftur fór að hlýna, bjugg-
ust menn við miklum vatnavöxt-
um. En það furðulega varð, að
hlýindin komu svo hægt — með
sólbráð á daginn, en frosti á
nóttum — að jarðvegurinn tók
við mestu af leysingavatninu,
svo að ekkert varð úr þessari
hættu. Og af ám og fljótum
leysti ísinn neðan frá og upp
eftir. Hinn gífurlegi vatnsflaum-
ur, sem bundinn var í mjöllinni,
varð því aðeins til að tryggja
ríkulegan vatnsforða í jarðveg-
inum og auka á gróðurmagn
hans á komandi sumri.
____ Ó. Sv. þýddi.