Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
Þegar við allt þetta bætist,
að í auglýsingar um sígarettur,
whisky, ísskápa og lykteyðandi
efni eru notaðar myndir af
negrum, en ekki hvítum mönn-
um eins og í öðrum blöðum, þar
sem þessar vörur eru auglýstar,
og myndirnar eru svo mikið
„retoucheraðar“, að negrarnir
verða naumast greindir frá hvít-
um mönnum, þá er myndin af
negraheimi Bandaríkjanna full-
ger. Auglýsingarnar um töfra-
lyfin til þess að verða sem
„hvítastur“ í útliti, og greinarn-
ar með síendurteknum frásögn-
um um framsókn negranna í
átt til jafnréttis, skreyttar
myndum þar sem hvítir menn
og negrar sjást saman í bróð-
urlegri einingu, gefa í samein-
ingu ótvírætt til kynna undir hví-
líku sálrænu ofurfargi hinn þel-
dökki hluti amerísku þjóðarinn-
ar lifir. Þegar maður les þessi
negrablöð, finnst manni eins og
maður hafi verið lokaður inni í
kyrrlátu geðveikrahæli, þar sem
allir íbúarnir eru haldnir sömu
þráhyggjunni, sem knýr þá all-
ar stundir til að vera öðruvísi
en þeir eru í raun og veru.
í augum þess sem stendur
utan við og er í öruggri f jarlægð
hinum megin Atlantshafsins,
kann að virðast sem negrarnir í
Ameríku kaupi dýru verði hugs-
anlegt jafnrétti sitt við hvíta
menn. Ef slíkt getur yfirleitt
kallast jafnrétti — þegar við
tölum um jafnrétti, merkir það,
að báðir aðilar virða hvor ann-
an fyrir það sem þeir eru, en
kref jast þess ekki að annar að-
ilinn afneiti eðli sínu.
Óvænt.
Prú Alvin Crum í San Francisco sagði fæðingarlækninum,
sem tók á móti barni hennar, að hún hefði ekki haft hugmynd
um, að hún gengi með bami. Og hún bætti við: „Ja, það held
ég maðurinn minn verði hissa, þegar hann fréttir þetta!“
— Det Rigtige.
★
„Er það rétt, að konan þin sé farin frá þér?"
„Já, því miður."
„Og hvað sagði hún þegar hún fór?“
„Hún sagði: Eru saumarnir á sokkunum mínum réttir?"
— Consteliation.
★
Nöldursöm kona keypti tvö hálsbindi handa manninum sínum.
Morguninn eftir, þegar hann kom til morgunverðar, var hann
með annað bindið.
„Ja-há,“ sagði konan, „þér hefur þá ekki líkað hitt.“
— Streamlined Empire Builder.