Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 60
Það er gagnlegt til skilnings á negra-
vanciamálinu í Ameríku að lesa
negrablöðin.
Lokaður heimur.
Grein úr „Magasinet“.
OFAN á í pakka með barna-
fötum frá Ameríku lágu
nokkur amerísk myndablöð af
þeirri skrauttegund sem kaupa
má í bókabúðum hér heima —
en þó öðruvísi. Það var ekki ljóst
við fyrstu sýn, því að í útliti líkt-
ust þau mjög blöðum eins og
Life, Cosmopolitan og öðrum
slíkum. Það er ekki fyrr en farið
er að blaða í þeim að í ljós
kemur, að hér er í rauninni um
merkilegt fyrirbrigði að ræða.
Þau eru sem sé eingöngu ætluð
negrum — og úr því negrarnir
í Bandaríkjunum verða að sækja
sérstök veitingahús, gistihús,
verzlanir o. fl., hví skyldu þeir
þá ekki einnig hafa sín eigin
blöð, mætti spyrja; Bandaríkja-
manni mundi jafnvel finn-
ast það lýðræðislegt og benda
á, að blöð negranna væru jafn-
íburðarmikil og blöð hinna hvítu.
Það er rétt, útlit þeirra stendur
ekki að baki öðrum amerískum
blöðum. Það er heldur ekki það
sem undrun vekur, heldur hitt,
sem gerir þau frábrugðin. Sá
heimur sem talar til manns frá
greinunum, smásögunum og
auglýsingunum er undarlegur,
þröngur og framandi heimur.
Ileimur sem af öllum mætti
reynir að vera það sem hann
er ekki: hvítur. Heimur sem af-
neitar sjálfum sér í eftirsókn
eftir því sem er honum eðlisó-
skylt. Sá hluti Ameríku sem
maður kynnist í þessum blöð-
um er algerlega lokaður heimur,
gjörólíkur öllu því sem við
þekkjum hér í Evrópu, og eins
óraunverulegur og martröð.
En það er martröð af hóg-
værara tagi. Við sjáum það
strax á nafni blaðsins, sem hér
verður gert að umræðuefni, hve
varnfærnislega er tekið á hin-
um viðkvæmu vandamálum.
Ebony heitir það, Life handa
negrum, og nafnið þýðir íben-
holt eða tinnuviður, sem mun
eiga að vera kurteisleg tilvísun
til hörundslitar lesendanna.
Næstum of kurteisleg, finnst
Evrópumanninum, rétt eins og
ekki megi minnast á dökkan
hörundslit nema undir rós. En
ef til vill erum við viðkvæmari
hér austanhafs; rétt er að líta á
innihaldið áður en við dæmum
um það. Yfirleitt má segja, að
við eigum erfitt með að dæma
af sanngimi þegar um er að
ræða negravandamálið í Ame-