Úrval - 01.06.1953, Blaðsíða 71
ÞEGAR MANNÆTUR GERÐU USLA I SKOTLANDI
69
að rannsaka og grannskoða
svæðið, og fariðvaríhvern hugs-
anlegan felustað, en menn urðu
einskis varir. Liðið var að kvöldi,
þegar konungur og menn hans
fóru framhjá helli morðingj-
anna við ströndina. í fyrstu gáfu
þeir honum engan gaum, en af
einskærri tilviljun flæktust
nokkrir af hundunum inn í
dimman hellismunnann. Þeir
tóku strax til að gelta og urra
eins og óðir væru. Konungur
sneri efagjarn aftur með föru-
nautum sínum. Þeim fannst al-
veg fráleitt, að nokkur maður
gæti falið sig á þessum stað og
álitu, að hundarnir væru á villi-
götum. En rakkarnir komu ekki
út aftur og gauragangurinn að
innan virtist fremur vaxa en
minnka. Konungurinn ákvað því
að láta ekki við svo búið sitja.
Hann sendi eftir blysum og réðst
sjálfur til inngöngu í hellinn við
hundraðasta mann. Þeir urðu að
fika sig gegnum langa krókótta
ganga, skríða undir stóreflis
björg, sem næstum byrgðu veg-
inn og vaða yfir djúpa vatns-
polla. Það leið góð stund,
þar til þeir með leiðsögn hund-
anna náðu inn til innsta hellis-
ins, þar sem mannæturnar
bjuggu.
Jakob konungur og lið hans
var hert í mörgum orustum og
hafði reynt sitt af hvoru, en
sú sýn, er blasti við þeim í
bjarmanum frá kyndlunum, var
ólík öllu, sem fyrir þá hafði
borið. Undir loftinu héngu lang-
ar kippur af þurrkuðum vistum
handa mannætunum. Annað eins
geymdu þær í stórum tunnum í
saltpækli. Á veggjunum hékk
allskonar fatnaður, og í hrúgum
á gólfinu lágu gull og silfurpen-
ingar, skartgripir og klæði,
skammbyssur og sverð.
Eftir nokkra sennu voru stiga-
mennirnir teknir höndum og
bundnir. Þeir voru allir staddir
í hellinum. Fyrir utan Sawney
og hina upphaflegu fylgikonu
hans voru nú í f jölskyldunni átta
synir, sex dætur, átján dóttur-
synir og fjórtán dótturdætur.
Öll barnabörnin voru komin
undir án tillitis til frændsemi.
Að skipan konungs voru all-
ar mannsleifarnar sem fundust
í hellinum, grafnar í fjörusand-
inn. Því næst voru fangamir
fluttir til Edinborgar og geymdir
þar næturlangt. Strax næsta dag
var farið með þá til Leith, en
þar vora þeir teknir af lífi án
dóms. Karlmennirnir voru lim-
lestir. Þeir voru hamlaðir á
höndum og fótum og blæddi til
ólífs á skammri stund. Eftir að
konurnar og börnin höfðu orðið
áhorfendur að dauða feðra sinna
og eiginmanna, voru þau brennd
á þremur stórum bálum. Allar
dóu þessar fjörutíu og átta
manneskjur án þess að sýna
minnsta vott iðrunar, og blóts-
yrðaflaumurinn af vörum þeirra
hljóðnaði fyrst með síðasta and-
artaki þeirra.
I. P. þýddi.