Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 25

Úrval - 01.06.1953, Qupperneq 25
ILJLVIÐRABÁLKURINN MIKLI 1949 23 aði til jarðar í f jalllendi. Hann lá úti í sex sólarhringa og kól á fótum, en þá urðu aðrir flug- menn hans varir og lögðu líf sitt í hættu til að bjarga hon- um. Samtals fórust á annað hundr- að manns af völdum veðursins, en nákvæmar tölur um skepnu- tjón munu aldrei fást. Landbún- aðarráðuneyti Bandaríkjanna lét aðeins rannsaka skepnutjón- íð í einu fylki, Wyoming. Þar fórust 125.000 sauðfénaðar og 23.000 nautgripa. Önnur ná- grannafylki höfðu orðið fyrir svipuðu tjóni. Snjóskaflarnir urðu sumstaðar 10 metra djúp- ir og peningshús færðust í kaf, svo að margt fjárins kafnaði eftir að það komst í hús. Fóður- birgðir í haganum huldust klakahjúpi, sem síðan fennti í kaf. Stundum var frostgrimmdin svo gífurleg, að skepnur fund- ust gaddfreðnar þar sem þær stóðu, og fiskar frusu í ám og vötnum. Oft komu bændur að dauðum kindum við heystabb- ana, — kuldinn hafði svipt þær matarlystinni og þær liðu hung- urdauða við allsnægtir. Hirtir og elgsdýr þyrptust að akvegum og járnbrautum, þar sem snjó- plógar höfðu rutt brautir gegn- um ófærðina, og menn, sem nokkrum mánuðum áður höfðu setið um líf þessara dýra með byssu í hönd, hjálpuðust nú að við að moka snjóinn ofan af lífsbjörg þessara villtu vesa- linga. Sumir, bæði menn og málleys- ingjar, þraukuðu þessi ósköp af svo vel að furðu sætti. Indíána- kona, frú Fred One Feather, fæddi son í snjóskafli í 30 stiga frosti á Celsíus. Þegar mæðgin- in fundust, leið þeim báðum á- gætlega. Bóndi einn gróf upp hálmsstabba, er legið hafði und- ir 6 metra djúpum skafli í 63 daga. Þarna voru þá tveir Here- ford-tarfar, vel lifandi en dálítið skjögrandi á fótunum. Annar bóndi fann horskjátu eina í snjó- skafli, sem reyndist vera göltur, er horfið hafði þrem mánuðum áður og þá vegið 300 pund. Hann var ekki verr farinn en það, að hann seiglaðist við að labba heil- an kílómetra, að næsta fóður- trogi. Það var einn stór kostur við endalok þessa mikla veðrahams. Þegar aftur fór að hlýna, bjugg- ust menn við miklum vatnavöxt- um. En það furðulega varð, að hlýindin komu svo hægt — með sólbráð á daginn, en frosti á nóttum — að jarðvegurinn tók við mestu af leysingavatninu, svo að ekkert varð úr þessari hættu. Og af ám og fljótum leysti ísinn neðan frá og upp eftir. Hinn gífurlegi vatnsflaum- ur, sem bundinn var í mjöllinni, varð því aðeins til að tryggja ríkulegan vatnsforða í jarðveg- inum og auka á gróðurmagn hans á komandi sumri. ____ Ó. Sv. þýddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.