Úrval - 01.06.1953, Page 101

Úrval - 01.06.1953, Page 101
SKARTGRIPASKRÍNIÐ 99 leit ekki við honum, það var eins og hann væri ekki til. Tanjusjka starði frá sér num- inn á þessa konu, og það var ekki fyrr en eftir drykklanga stund að hún tók eftir dálitlu sem var einkennilegt: „Nei, hún er með skartgrip- ina hans pabba!“ hrópaði Tan- jusjka upp yfir sig, og í sama bili var sýnin horfin. Konan brosti til hennar. „Þú sást ekki endirinn, telpa mín! Maður á bara að horfa og varast að segja orð, skilurðu það!“ Tanjusjka vildi auðvitað fá að vita hvar þetta hefði verið. „Það var furstahöll," sagði konan. „Einmitt salurinn, sem skreyttur er með malakítinu. Faðir þinn hefur komið þar.“ „Og hver var þessi kona, sem var með skartgripina hans pabba, og þessi íkorni, sem var svona stimamjúkur við hana?“ „Það segi ég ekki. Bíddu þangað til þú færð að sjá það sjálf!“ Sama daginn og Nastasia kom aftur heim, fór beiningarkonan að búa sig til brottferðar. Hún hneigði sig djúpt fyrir húsfreyj- unni og gaf Tanjusjku böggul með silkiþræði og glerperlum. Svo tók hún upp lítinn hnapp. Hvort sem hann var úr gleri eða kristalli, þá var hann að minnsta kosti fallegur gripur. Hún rétti Tanjusjku hann og sagði: „Eigðu hann til minningar um mig. Ef hannyrðirnar reynast þér erfiðar, þarft þú ekki ann- að en að horfa á hann. Þá verð- ur þú áreiðanlega ekki ráða- laus“. Þegar hún hafði sagt þetta, fór hún á brott, og þær sáu hana ekki framar. Upp frá þessu var Tanjusjka frábær hannyrðakona og það var einmitt þegar hún var að verða gjafvaxta. Piltarnir í námuþorpinu ræddu mikið um dóttur Nastasiu. En enginn þorði að nálgast hana. Það var sagt að hún væri svo einþykk og duttlungafull. Orðrómurinn um snilli Tan- jusjku barst jafnvel inn á heim- ili námueigandans. Það var sent eftir henni. Ungum þjóni í dýrindis klæðum var fengið úr með festi og hann var síðan sendur á fund Tanjusjku eins og stórmikið lægi við. Glæsi- legur piltur hlaut að hafa áhrif á'hana. Hún myndi koma með honum. En það fór á annan veg. Tanjusjka minntist aðeins á verkefnið, en lét sem hún heyrði ekki aðalerindi þjónsins. Það var óþolandi og því sagði hann með reigingi: „Vertu svo góð að koma með mér! Gerðu það! Þau verða hrædd um að þú hafir ekki feng- ið úrið eða að festin hafi ekki fallið þér í geð, Það þýðir ekki að derra sig við svona fólk.“ En það var eins og herra-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.