Úrval - 01.06.1953, Page 72

Úrval - 01.06.1953, Page 72
Kengúran er sk jakiar- merki Ástralíu. „Pokaprestur“ Eyjaáffunnar. Grein úr „Nature Magazine“, eftir Alan Devoe. JAMES COOK, landkönnuður- inn mikli, var á siglingu við strendur Ástralíu árið 1770 og sendi menn á land til að svip- ast eftir matföngum í skóglendi hins óþekkta lands. Þeir komu aftur með undrunarsvip og fluttu með sér dýr eitt, sem líkt- ist engu áður þekktu lands- eða lagardýri. Það var svipað á hæð og maður í lægra lagi, hafði lítið höfuð og smáleitt ,,andlit“ á mjóum hálsi, en þessi granni efri hluti sat á geysisterkum og vöðvastæltum bakhluta, sem líktist helzt bakhluta stórvax- ins múlasna og endaði á fjögra feta löngum og gildum hala. Dýrið hafði stór og blíðleg augu, litla, mjúka snoppu og varir eins og kanína, framlimir þess líkt- ust mannshöndum, og síðasta og mesta undrunarefnið var rúm- góður, loðinn poki á kviðnum. Þegar leiðangursmenn spurðu landsbyggja um þetta kynlega dýr, bönduðu þeir höndunum, ypptu öxlum og tautuðu „Kan- garoo“! Sem í lauslegri þýð- ingu merkir: „Það er til einskis að segja ykkur það.“ Dýrafræðingar Evrópu kom- ust að þeirri niðurstöðu, eftir áralangar bollaleggingar, að „kengúran“ væri helzt tröllvax- in músategund, en að síðustu var hún flokkuð sem stærsta tegund áður óþekkts dýraflokks, er nefndur var ,,marsupialar“ — pokadýr — af latneska orðinu „marsupium": poki. Pokadýrin eiga hvergi heima nema í Eyjaálfunni (að undan- skildri pungrottunni (opossum) í N.-Ameríku). Á fyrri jarðtíma- bilum, þegar þessi hluti heims- ins skildist frá meginlandi Asíu, varð þessi dýraflokkur fráskil- inn öðrum hlutum heims. Um 24 tegundir þessa dýraflokks eru dreifðar um Eyjaálfuna, allt sunnan frá Tasmaníu og norður til Nýju Guineu og nærliggjandi eyja. Nokkrar þeirra eru ekki stærri en kanínur og sumar geta klifrað tré. En kengúran —• skjaldarmerkisdýr Eyjaálfunn- ar — er stóra, gráa sléttupoka- dýrið, sem kallað er með virð- ingu og aðdáun um gervallt meg- inlandið „Gamli maðurinn“,einn- ig „Þrymur" og ,,Skógarmaður“. Kvendýrið, sem er smávaxnara, kalla Ástralíumenn á alþýðu- máli ,,flygil“. Unginn kallast „Jói“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.