Úrval - 01.04.1955, Side 7
MILDIR STJÓRNLEYSINGJAR
5
okkur í eitt skipti fyrir öll við
styrjaldaróttann. Vissulega væri
slík stjórn æskilegri en heims-
hrun. En hægt er að gera sér
of bjartar vonir um hana. Þann-
ig gat hinn skarpskyggni hugs-
uður, Bertrand Russel, skrifað
nýlega:
Þá mun mannkynið loksins losna
við óttan um vísindalega tortímingu.
Mannkynið mun fyllast nýrri von og
nýrri gleði. Þá mun hefjast nýtt
skeið hamingju og velsældar, sem
ekkert hefur jafnazt á við, hvorki
fyrr né síðar . . .
Falleg orð, og við, mildir
stjórnleysingjar, vildum fegnir
mega trúa þeim. En okkur
finnst þvílík bjartsýni reist á
harla völtum grunni. Bertrand
Russel hafði áður lýst því yfir,
að alheimsstjórn hans ætli að-
eins að skipta sér af því sem
nauðsynlegt sé til verndunar
friðinum, en hún ætli ekki að
láta sig varða innanríkismál
þjóðanna. En þessi stjórn er
draumórar, tilorðin í víðum og
hlýjum huga heimspekings, en
ekki fædd í þrúgandi lofti valds-
ins, ekki hið æðsta vald, sem
boðið getur öllum öðrum vald-
höfum byrginn, ekki takmark
beirra, sem tærðir eru af valda-
fíkn.
Auðvitað gæti slík alheims-
stjórn rekið styrjaldaróttann á
flótta, en friðurinn, sem hún
geymdi, kynni brátt að verða
friður dauðans. Hún þyrfti að
vera mjög voldug til að geta
fengið einhverju framgengt.
Bráðlega myndi hún skipta sér
af öllu og öllum. Hún gæti hæg-
lega orðið mesta kúgunar harð-
stjórn, sem sögur fara af. And-
staða við hana yrði talin til
glæpsamlegustu landráða. Til
þess að komast hjá því yrði
talið óhjákvæmilegt að hafa
hemil á hugsunum manna, —
og síðasti vottur tjáningarfrels-
is yrði afnuminn. Hver og ein
tilraun heimsborgarans til að
lifa eftir eigin geðþótta yrði á-
litin hættuleg uppreisn. Verstu
svikin væru að vera sjálfstæð-
ur einstaklingur. Og þegar
stjórnendur og skriffinnar litu
niður úr hályftum kastala
heimsveldis síns, myndu þeir
skynja mannkynið sem einn
þokukenndan grúandi múg,
sem stjórna þyrfti með styrkri
hendi og af miskunnarleysi, ef
svo byði við að horfa, — afmá
hverja sjálfstæða hugsun, úti-
loka hverja eigin dáð. Þannig
gætu hinir óhugnanlegu spá-
dómar vísindaskáldsagnanna
rætzt. Hin mannlega maura-
þúfa væri orðin veruleiki.
Þess gerist engin þörf að
herða á sprettinum, ef við á
annað borð förum villur vegar.
Við höfum leyft vélaverki valds-
ins að fullkomnast og styrkjast
á kostnað okkar. Við höfum alið
það á eignum okkar og tíma,
réttindum okkar og frelsi, okk-
ar eigin blóði. Fólk er ekki til
þess að þjóna valdinu. Og vilji
valdið ekki þjóna fólkinu, verð-
um við að veikja og eyðileggja