Úrval - 01.04.1955, Page 8
6
ÚRVAL
tæki þess, sé það nauðsynlegt.
Og við höfum stuttan tíma til
stefnu, ef við viljum tryggja
okkur að valdið þjóni fólkinu.
n. Vélgengi og manngildi.
Þegar ég segi, að við höfum
stuttan tíma til stefnu, er mér
ekki efst í huga, að önnur og ef
til vill ennþá hryllilegri styrjöld
sé yfirvofandi. Ég geri meira
að segja ráð fyrir, að unnt verði
að komast hjá styrjöld. Heim-
ur okkar ætti að geta haldið
friði, enda þótt þar ríki tvö vá-
leg stjórnarkerfi, grá fyrir járn-
um.
En hvað bíður fólksins, hins
raunverulega fólks — ekki
starfshópa eða talna í hag-
skýrslum — heldur holdi
gæddra einstaklinga ? Það er
fólkið, sem öðlast lífsreynslu.
Og æðsta gildi þjóðfélagsins, þar
sem fólkið lifir, er komið und-
ir gildi þessarar reynslu. Þessu
hættir okkur alltaf til að
gleyma, og mikið er gert að því
að hjálpa okkur til þess. En við
verðum sífellt að spyrja sem
svo: Hvað verður um mann-
gildið? Hvers virði er reynsla
okkar? Standist þjóðfélagið ekki
þá prófraun, er allt trygginga-
og öryggisskipulag þess, öll
launahækkun og stytting vinnu-
tíma, allar dásemdir vísinda
og uppfinninga, öll lífsþægindi
og allt þjóðræknishjal og hátíð-
arhöld fyrir gíg unnin. Við vit-
um, að við getum búizt við miklu
lengra lífi en forfeður okkar.
Samt verðum við að spyrja:
Hverskonar lífi?
Leyfið mér nú að gera grein
fyrir því, hversvegna ég held,
að stuttur tími sé til stefnu.
Fyrr á öldum voru í heiminum
allmörg þjóðfélög, sem þróuðust
hægt. Hvert þeirra bjó við sína
sérstöku lifnaðarhætti. Frá
þeim kom margbreytilegur sjóð-
ur lista og vísdóms, sem gengið
hefur að erfðum til lista- og
bókasafna. Nú virðist aftur á
móti sem aðeins ein tegund
lifnaðarhátta sé reynd og sem
aðeins sé eitt þjóðfélag og all-
ur heimurinn haldi í sömu átt.
Sumir munu neita þessu. Þeir
munu benda okkur á Banda-
ríkin og Rússland, sem etja
kappi hvort við annað grimm-
leit og geigvænleg. En það
virðist vera ein kaldhæðni nú-
tímans, að þessum yglbrýndu
f jendum svipar mjög saman, og
að þeir sigla hraðbyri í sömu
átt, dragandi í kjölfari sínu flest
hin smærri og eldri þjóðfélög.
Auk þess er því líkast sem þessi
einstefnu skriðurþjóðfélagsokk-
ar verði æ hraðari. Hvert sem við
erum að fara, verður förin
skjótari með degi hverjum. Á
meðan á förinni stendur, gerast
ýmsir atburðir, sem brátt verð-
ur um seinan að hefjast handa
gegn, ef okkur skyldi ekki falla
þeir í geð. Það verður um sein-
an, því að við munum ekki hirða
um að hindra framgang þeirra.
Fanginn gerir ef til vill ítrek-
aðar flóttatilraunir, meðan hann