Úrval - 01.04.1955, Side 9
MILDIR STJÓRNLEYSINGJAR
7
man frelsið, sólskinið og fersk-
an blæinn fyrir utan fangelsi
sitt. En hafi hann gleymt heim-
inum utan múranna, finnist hon-
um fangelsið vera heimurinn
sjálfur, mun hann ekki_ einu
sinni langa til að sleppa. Ég vil
ekki ætla ástand okkar svo von-
laust, en því miðar í sömu átt.
Við höfum stuttan tíma til
stefnu, því að manngildið hörf-
ar hvarvetna undan valdinu. Á-
stæður þessa undanhalds eru að-
allega tvær. Sú fyrri er fórn
frelsis og ábyrgðar einstaklings-
ins í þágu valdsins, einkum rík-
isins. Sú síðari er hin öra þró-
un þeirra tækja, sem notuð eru
til að fræða og skemmtafjöldan-
um (mass communications). Við
ræðum síðar um þau. Nú skul-
um við víkja að missi einstakl-
ingsfrelsis og áþyrgðar. Fyrir
alla muni haldið samt ekki, að
flokkapólitík eigi þar einhvern
hlut að máli. Að þessu leytinu
er flokkapólitík ekki annað en
blekkingarleikur. Jafnvel hér á
landi er venjulegur borgari svo
hart leikinn, að forfeður hans
hefðu tafarlaust gert uppreisn
gegn samskonar meðferð. I hin-
um svonefndu lýðræðisríkjum er
fólki meira að segja meinað að
njóta hinna sjálfsögðustu rétt-
inda. Hvað löndum kommúnista
viðvíkur, fær allur þorri fólks-
ins aðeins að lifa fyrir náð og
miskunn þess flokks, sem með
völdin fer. Þetta eru líklega hin
hróplegustu svik og tryggðarof,
sem sagan hermir. Flokksfor-
ingjarnir ákveða allt fyrir alla
og það merkir í framkvæmdinni,
að öllu mannlífi er stjórnað og
stýrt, í smáu sem stóru. Og í
vestrinu keppist pólitískt og
efnahagslegt vald við að svipta
einstaklinginn ábyrgðinni á lífi
sínu. Menn á mínu reki fengu
meiru ráðið um hag sinn innan
við tvítugt, heldur en nú sem
rosknir menn. Unga fólkið hefur
annað hvort gleymt eða þá aldr-
ei vitað um persónuréttindin,
sem glatazt hafa. Því finnst af-
skiptasemi stjórnarvalda og
skrifstofumennsku sjálfsagður
og eðlilegur hlutur.
Hér er tiltölulega einfalt
dæmi: vegabréfin. Aldrei hef
ég heyrt nokkurn af yngri kyn-
slóðinni bera brigður á né draga
í efa réttmæti þeirra. Það eru
ekki nema fáeinir rosknir menn
og konur, sem nöldra annað
veifið, af því að þau muna vega-
bréfalaus ferðalög frá því fyrir
fyrri heimsstyrjöld. En hvað
gerir þetta til ? Það veldur hvort
sem er ekki nema smávægileg-
um óþægindum, að þurfa að
sýna vegabréf og hver heið-
virður maður getur hæglega
fengið það. En ef við segjum
svo, missum við sjónar á aðal-
atriðinu. Geti maður ekki brugð-
ið sér af landi brott, án þess
að verða að framvísa vegabréfi,
er hann algjörlega í greipum
ríkisstjórnar sinnar. Því að him
þarf ekki að saka hann um
neinn glæp né fá hann tekinn
fastan til að hindra för hans.