Úrval - 01.04.1955, Síða 13

Úrval - 01.04.1955, Síða 13
Höfundur, sem er kennari í læknisfræði og tauga- læknir, skýrir hvernig hugurinn getur valdið tjóni á líkamanum — eða læknað hann. Psykósómatísk veikindi. Grein úr „Harper’s Magazine", eftir Ian Stevenson. Ég hefði helzt kosið, að orðið psykósóviatískur*) hefði aldrei verið búið til. Það hefur vakið nýjan áhuga á gömlu máli, en jafnframt hefur það — eins og oft kemur fyrir um ný orð — orðið Þrándur í Götu víðtækari skilnings. Sú trú hefur breiðzt út, að psykósómatísk veikindi séu sérstakir sjúkdómar, að sjúkdómur sé annað hvort psykósómatískur eða ekki. En sálræn áhrif eru mikilvægt at- riði í öllum sjúkdómum og taka verður tillit til þeirra í meðferð allra sjúklinga. Það er ekki ný þekking, að hugur og líkami hafi áhrif hvort á annað. Fyrir tvö þúsund og fimm hundruð árum skrifaði Aristóteles, að „sálin sé kjarni alls hins lifandi líkama“. Sá sannleikur hefur nú verið tek- inn til nýrrar og víðtækari at- hugunar, en þó að oss hafi mið- ið talsvert áfram í þekkingu *) Orðið er myndað úr grísku orð- unum psyche, sem þýðir sál, og soma, sem þýðir líkami, og er notað um sjúkdóma, sem eiga sér sálrænar or- sakir. — Þýð. vorri á líkama og sál, þá vitum vér enn lítið meira um áhrif beirra hvort á annað en Aristó- teles. Margir efast jafnvel um að hugur og sál eigi sér sjálfstæða tilveru. Þeir nota orðið ,,hugur“ einungis um starf heilans. Margt styður þessa skoðun. Vissulega tjáir hugurinn sig gegnum heil- ann, og truflanir á heilanum trufla starfsemi hugans. Allir geta prófað þetta á sjálfum sér með því að drekka glas af viskí. En þessar staðreyndir eru ekki óyggjandi sönnun þess að hug- ur og heili séu eitt og hið sama, eða að heilinn gefi frá sér hugs- anir á sama hátt og lifrin gall. Þegar vér kreistum svamp, vell- ur vatn út úr honum, en þar með er ekki sagt að svampur- inn framleiði vatnið. Núverandi þekking vor á heilanum gefur ekki fullnægjandi skýringu á öllum þeim eiginleikum heilans, sem vér þekkjum. Ef vér auk þess gerum ráð fyrir þeim möguleika, að f jarskyggni (tele- pathy) eigi sér stað, en til þess benda vaxandi líkur, þá 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.