Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 13
Höfundur, sem er kennari í læknisfræði og tauga-
læknir, skýrir hvernig hugurinn getur valdið
tjóni á líkamanum — eða læknað hann.
Psykósómatísk veikindi.
Grein úr „Harper’s Magazine",
eftir Ian Stevenson.
Ég hefði helzt kosið, að orðið
psykósóviatískur*) hefði aldrei
verið búið til. Það hefur vakið
nýjan áhuga á gömlu máli, en
jafnframt hefur það — eins og
oft kemur fyrir um ný orð —
orðið Þrándur í Götu víðtækari
skilnings. Sú trú hefur breiðzt
út, að psykósómatísk veikindi
séu sérstakir sjúkdómar, að
sjúkdómur sé annað hvort
psykósómatískur eða ekki. En
sálræn áhrif eru mikilvægt at-
riði í öllum sjúkdómum og taka
verður tillit til þeirra í meðferð
allra sjúklinga.
Það er ekki ný þekking, að
hugur og líkami hafi áhrif hvort
á annað. Fyrir tvö þúsund og
fimm hundruð árum skrifaði
Aristóteles, að „sálin sé kjarni
alls hins lifandi líkama“. Sá
sannleikur hefur nú verið tek-
inn til nýrrar og víðtækari at-
hugunar, en þó að oss hafi mið-
ið talsvert áfram í þekkingu
*) Orðið er myndað úr grísku orð-
unum psyche, sem þýðir sál, og soma,
sem þýðir líkami, og er notað um
sjúkdóma, sem eiga sér sálrænar or-
sakir. — Þýð.
vorri á líkama og sál, þá vitum
vér enn lítið meira um áhrif
beirra hvort á annað en Aristó-
teles.
Margir efast jafnvel um að
hugur og sál eigi sér sjálfstæða
tilveru. Þeir nota orðið ,,hugur“
einungis um starf heilans. Margt
styður þessa skoðun. Vissulega
tjáir hugurinn sig gegnum heil-
ann, og truflanir á heilanum
trufla starfsemi hugans. Allir
geta prófað þetta á sjálfum sér
með því að drekka glas af viskí.
En þessar staðreyndir eru ekki
óyggjandi sönnun þess að hug-
ur og heili séu eitt og hið sama,
eða að heilinn gefi frá sér hugs-
anir á sama hátt og lifrin gall.
Þegar vér kreistum svamp, vell-
ur vatn út úr honum, en þar
með er ekki sagt að svampur-
inn framleiði vatnið. Núverandi
þekking vor á heilanum gefur
ekki fullnægjandi skýringu á
öllum þeim eiginleikum heilans,
sem vér þekkjum. Ef vér auk
þess gerum ráð fyrir þeim
möguleika, að f jarskyggni (tele-
pathy) eigi sér stað, en til
þess benda vaxandi líkur, þá
2*