Úrval - 01.04.1955, Page 14
12
ÚRVAL
verðum vér að viðurkenna, að
hugurinn getur stundum tjáð
sig án þess að vera háður starf-
semi heilans. Ef mér leyfist að
láta í ljós persónulega hleypi-
dóma, þá er ég þeirrar trúar, að
vísindin hafi ekki enn heyrt síð-
asta orðið um hugann eða sál-
ina.
Vér verðum einnig að viður-
kenna, að áhrif hugans á heil-
brigði manns hafa öldum saman
verið kunn. Glöggir læknar
meðal Grikkja, Rómverja og
Araba á miðöldum notfærðu sér
þessa þekkingu. Ég hef gert
það mér til gamans, að safna
úr verkum rithöfunda fyrri alda
köflum, sem bera vitni um þekk-
ingu á því, sem nú er kallað
'psykósómatísk lœknisfrœði. f
þessu safni mínu eru t. d. eftir-
farandi ummæli Marteins Lút-
ers: „Þungar hugsanir valda
líkamlegum sjúkdómum; þegar
sálin er þrúguð, er líkaminn það
einnig.“
Og þetta er úr dagbók meþó-
distaprédikarans John Wesley,
sem uppi var á 18. öld: „Þegar
mér varð í dag hugsað til ves-
lings konunnar, sem hafði stöð-
ugar kvalir í maga, gat ég ekki
annað en undrast hið óaf-
sakanlega hirðuleysi flestra
lækna gagnvart sjúkdómstilfell-
um af þessu tagi. Þeir gefa sjúk-
lingunum lyf eftir lyf, án þess
að hafa hugmynd um hinar eig-
inlegu rætur meinsins. Af hverju
komu þessar kvalir konunnar?
(sem hún hefði aldrei minnzt á,
ef hún hefði ekki verið spurð
um þær). Af sorg yfir missi son-
arins. Og hvað stoðuðu læknis-
aðgerðir meðan sorgin ríkti?“
TIL þess að gera sér grein
fyrir eðli psykósómatískra
veikinda, er gagnlegt að athuga
þau í sambandi við öll veikindi,
sem eru að einhverju ieyti geð-
ræns eðlis. Við sérhvern alvar-
legan árekstur eða óþægilegar
aðstæður, eigum vér nokkurra
kosta völ til úrráða. Langoftast
finnum vér lausn á þessum erf-
iðleikum, ef ekki vill betur til
þá með málamiðlun eða tilslök-
un, þannig að vér kjósum frek-
ar nokkurn ávinning en engan.
Vér getum í fyrsta lagi dreg-
ið oss út úr vandanum — annað
hvort með því bókstaflega að
taka til fótanna, leggja á flótta,
eða blátt áfram með því að
sleppa öllu tilkalli til málsins,
stundum jafnvel til lífsins sjálfs.
Þegar fólk verður gripið þung-
lyndi, hægir það á starfsemi
bæði huga og líffæra; sumir
siökkva jafnvel lífsneistann með
sjálfstortímingu, eða blátt á-
fram með því að vilja ekki lifa
lengur, sem stundum kemur fyr-
ir. Þesskonar óvirk sjálfsmorð
eru sjaldgæf á Vesturlöndum,
þó að flestir geðlæknar hafi
kynnzt einu eða fleiri tilfellum.
Sumar frumstæðar þjóðir —
einkum frumbyggjar Astralíu—
eru leiknari í þessari listenVest-
urlandabúar. Þeir geta lagzt nið-
ur og dáið á skömmum tíma,