Úrval - 01.04.1955, Side 18

Úrval - 01.04.1955, Side 18
16 ÚRVAL einkennin komu frá raunveru- legum breytingum á starfsemi líkamans. Það er ekki ætlun mín að draga markalínu milli móður- sýkissjúklinga (þeirra á meðal þeirra, sem nefndir eru hér að framan) og annars fólks. Hugs- anir hafa ótvíræð áhrif á líf- færastarfsemi allra manna. Eg hef haft tækifæri til að fylgjast með því, hvernig einfaldar hugs- anir hafa áhrif á tíðni og hrynj- andi öndunarinnar. Athugull læknir var að skoða lunngapípur í manni með lungnasjá (bron- choscope) . Meðan á skoðuninni stóð, spurði hann sjúklinginn nokkurra spurninga. Þegar hann spurði manninn hvernig honum mundi verða við, ef hann yrði sviftur eftirlaunum, varð sam- dráttur í lungnapípunum. Þegar hann spurði hvernig honum yrði innanbrjósts þegar flokkur hans ynni kosningar, slaknaði á lungnapípunum og þær víkkuðu aftur. Sjúklingurinn tjáði m. ö. o. með lungnapípunum það sem hann hefði tjáð með vörunum, ef hann hefði getað talað. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna, að allir menn móta líkama sinn að meira eða minna leyti með hugsunum sínum. Vér vitum, að mótun þessi er mjög breytileg frá manni til manns, en vér vitum ekki af hverju þessi mismunur stafar, og harla lítið um hvernig þessi mótun fer fram. En vér vitum, að hug- myndir geta haft geysileg áhrif á líkamann. VEIKINDI þau, sem einkum hafa verið rannsökuð og heimfærð undir psykósómatísk veikindi — t. d. astma, of hár blóðþrýstingur, magasár, iðra- bólga o. fl. — koma í hviðum. Einkennin koma og fara eins og flóð og fjara, þó að sveiflur þeirra fylgi ekki gangi tungls- ins, heldur sveiflum í tilfinn- ingalífinu. En einmitt þessar sveiflur hafa auðveldað mönnum rannsóknina á sambandinu milli geðshræringa og starfrænna breytinga líffæra, sem fylgja þessum sjúkdómum. En geðshræringar eru engu áhrifaminni, þegar um er að ræða veikindi, sem eru stöðugri í rásinni. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að geðræn áhrif eiga oft mikinn þátt í hjarta- sjúkdómum og sykursýki. Má nú raunar með sanni segja, að ekkert sé það líffæri í líkaman- um, sem ekki hafa fundizt í breytingar, er að verulegu leyti megi rekja til tilfinningalífsins. Læknar nútímans vita nú, að til- finningalífið hefur alltaf meiri eða minni áhrif á gang og eðli líkamlegra sjúkdóma, og reyna því í hverju einstöku tilfelli að gera sér grein fyrir því hve mikil þau áhrif eru, og haga aðgerðum sínum í samræmi við það.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.