Úrval - 01.04.1955, Page 21
UMHVERFIS JÖRÐINA MEÐ JULES VERNE
19
gera landafræðinni þau skil, sem
Dumas hafði gert sögunni í
verkum sínum.
Faðir hans var orðinn óþolin-
móður vegna þess hve lítið hann
sinnti náminu, og nú kippti hann
alveg að sér hendinni. Verne
fékk lítilmótlegt starf í leikhúsi
og næstu árin var hagur hans
þröngur. „Ég ét nautasteik, sem
fáum dögum áður dró vagn eftir
götum Parísar," skrifaði hann
móður sinni. „Sokkarnir mínir,“
sagði hann við einn vin sinn,
„eru eins og kóngulóarvefur,
sem flóðhestur hefur sofið í.“
Jules var glæsimenni og
kvennagull, og fór ekki hjá því
að hann yrði ástfanginn. Eitt
sinn, er hann var staddur í
veizlu ásamt stúlkunni, heyrði
hann hana segja við vinstúlku
sína að „hvalskíðin" (í lífstykk-
inu) meiddu sig. Gall þá Jules
við: „Ó, hvað ég vildi mega kafa
og leika mér við hvalina!" Faðir
stúlkunnar heyrði þetta, varð
fokvondur og bannaði dóttur
sinni að mæla orð við þennan
mann framar. En Jules varð
aftur ástfanginn, og í þetta sinn
kvæntist hann.
Með aðstoð föður síns gerðist
hann nú víxlari. Efnahagur hans
batnaði, en hann hélt áfram að
búa í þakherbergi og skrifa.
Klukkan sex á morgnana var
hann setztur við skrifborð sitt
og samdi vísindagreinar fyrir
barnablað. Klukkan tíu klæddist
hann virðulegum víxlarafötum
og hélt til skrifstofu sinnar í
kauphöllinni.
Fyrsta bókin, sem hann skrif-
aði var Fimm vikur í loftbélg.
Fimmtán útgefendur sendu hon-
um aftur handritið. I reiði sinni
fleygði Jules því í eldinn. Kon-
an hans bjargaði því úr logun-
um og fékk hann til að lofa því
að senda það einu sinni enn.
Sextándi útgefandinn tók það.
Fimm vikur í loftbelg varð
metsölubók og var þýdd á allar
helztu tungur heims. Árið 1862
var Jules Verne, þá 34 ára gam-
all, orðinn heimsfrægur. Hann
kvaddi kauphöllina, og skrifaði
undir samning, sem skuldbatt
hann til að skrifa tvær skáld-
sögur á ári.
I næstu bók sinni, Ferð inn
að miðju jarðar, lætur hann
söguhetjur sínar fara niður í
jörðina gegnum eldgíg á íslandi
(Snæfellsjökul). Þær lenda í ó-
trúlegustu ævintýrum og koma
loks upp aftur fljótandi á hraun-
flóði, sem vall úr eldf jalli á ítal-
íu. I þessari bók mátti finna
allt það, sem vísindin vissu eða
gátu getið sér til um að gerðist
í iðrum jarðar, kryddað hvers-
kyns ævintýrum. Almenningur
gleypti við þessu. Ferdinand de
Lesseps, sem hafði nýlokið við
að láta gera Súezskurðinn, var
svo hrifinn af bókum Vernes,
að hann beitti áhrifum sínum
til þess að hann fengi pening
Heiðursfylkingarinnar.
Þegar þau hjónin eignuðust
son, fluttu þau frá París til Ami-
3*