Úrval - 01.04.1955, Síða 24
Minnistækni má bæði nota
— og misnota.
Er hœgt að bœta minnið?
Eftir Iíarl Hegnby, sálfræðing.
GERIÐ ykkur andartak í hug-
arlund hvaða afleiðingar
það mundi hafa, ef þið gætuð
ekki munað neitt; minnið væri
algerlega burtþurrkað. Þið
mynduð ekki geta lesið — mynd-
uð aldrei geta lært það, frekar
en neitt annað. Þið mynduð ekki
getað talað, ekki skilið aðra,
ekki þekkt jafnvel ykkar nán-
ustu. Þið mynduð finna til sult-
ar á vissum tímum, án þess að
vita hversvegna eða hvernig þið
ættuð að sefa sultinn. Jafnvel
hin frumstæðustu dýr myndu
vera betur sett (í krafti eðlis-
hvata sinna og ósjálfráðra við-
bragða).
Já, minnið er dýrmætur eigin-
leiki, og má sjá hve mikils met-
inn hann hefur verið á liðnum
tímum m. a. af því, að gyðjan
'Mnemosyne — sem í grískri trú
var tákn minnisins — var móð-
ir hinna níu menntagyðja.
Frásagnir af óvenjulegum
minnisafrekum, sem vakið hafa
aðdáun samtíðarinnar, má rekja
langt aftur í sögu. Um Cæsar
er sagt, að hann gæti lesið fyrir
5—7 bréf samtímis. Seneca þuldi
í æsku 2000 orð í sömu röð og
honum hafði verið lesin þau fyr-
ir einu sinni, og fleiri en 200
vísur í öfugri röð.
Frá síðari tímum eru til sög-
ur af furðulegum minnishestum
og hafa sálfræðingar fengið
tækifæri til að rannsaka suma
þeirra. Frakkinn Alfred Binet,
annar höfundur hinna svo-
nefndu Binet-Simon-greindar-
prófa, rannsakaði skömmu fyrir
aldamótin nokkra afburða skák-
menn, sem einkum voru frægir
fyrir blindskákir. Þessir menn
geta, eins og kunnugt er, teflt
margar skákir samtímis án þess
að hafa taflborð fyrir framan
sig. ■■; "T
Þekktastur allra minnishesta
er þó ef til vill stærðfræðingur-
inn dr. Riickle, sem heimskunn-
ur er fyrir afrek sín. Riickle
var fyrst og fremst reiknings-
og talnasnillingur. Hann gat
lært 20 stafa tölu á 16—18 sek-
úndum (reynið sjálf!), en var
43 sek. að læra jafnlanga bók-
stafaröð. Enn furðulegra er þó
að hann gat lært talnaröð með
204 tölum á sjö og hálfri mín-
útu og 408 tölur á 27 mínútum!
Nú er það næsta mikilvægt
að fá úr því skorið, hvort svona
frábær minnisafrek eru að