Úrval - 01.04.1955, Síða 25
ER HÆGT AÐ BÆTA MINNIÐ?
23
þakka einhverri sérstakri náðar-
gáfu eða hvort þau eru árangur
sérstakra aðferða, sem allir
menn geti lært að nota með góð-
um árangri. Er hægt að bæta
minnið? Er til „minnishæfi-
leiki“, sem hægt er að þjálfa á
sama hátt og vöðva, sem stækka
og styrkjast við notkun? Eða
er hér aðeins um ræða, að menn
tileinki sér sérstakar aðferðir?
Hvað er minni?
Við skulum athuga síðustu
spurninguna fyrst. I daglegu tali
tölum við um sérstaka sálræna
eiginleika: eftirtekt, hugsun,
minni o. s. frv., eins og um sé
að ræða skýrt afmarkaðar, sál-
rænar einingar. Þetta orðalag er
villandi, því að það eru ekki til
sjálfstæð, sálræn svið, sem eru
hvart öðru óháð. Þetta verður
kannski bezt skýrt með dæmi:
Það er talað um „gang klukk-
unnar“, eins og það sé sér-
stakur eiginleiki hennar. En
hefur klukkan „gang“ þegar
hún stendur? Ef við viljum orða
þetta rétt, getum við í rauninni
aðeins sagt, að annað hvort
gangi úrið eða það gangi ekki,
og á sama hátt getum við sagt,
að maðurinn hugsi, muni, finni
til o. s. frv.
Það, sem við köllum minni,
samanstendur af mörgum sál-
rænum athöfnum, sem verða
fyrir margvíslegum áhrifum.
Hæfileikinn til að muna, er ekki
óbreytanlegur. Maður man bet-
ur þegar maður hefur áhuga á
efninu, er vel fyrirkallaður og
eftirtektarsamur, heldur en þeg-
ar maður er áhugalaus, þreyttur
og hugurinn á reiki. Sumir muna
vel það sem þeir heyra, aðrir
muna betur það sem þeir sjá.
Hugtakinu minni má skipta
í þrjú stig: viðtöku — geymslu
— og endurgjöf. Minnið er að-
eins hægt að mæla af endur-
gjöfinni. Tiltölulega einföld teg-
und minnis er það, sem sálfræð-
ingar kalla „hreint minni“. Það
er hægt að rannsaka með því að
prófa hve langa talnaröð mað-
ur getur munað eftir að hafa
lesið hana eða heyrt hana einu
sinni. Menn vita, að þessi teg-
und minnis þroskast á barns-
aldri og er tiltölulega stöðug
hjá fullorðnum. Þriggja ára
barn man að jafnaði þriggja
stafa tölu, ellefu ára barn sex
stafa tölu, og fullorðnir 7—8
eða fleiri.
1 Þið getið sjálf prófað þetta
minni ykkar með því að lesa
einu sinni eftirfarandi tölur —
eða láta aðra lesa þær fyrir
ykkur hægt og skýrt — án þess
að þið endurtakið tölurnar á
meðan á lestrinum stendur. Því
næst segið þið tölurnar án þess
að líta á þær og athugið á eftir
hvort þið hafið nefnt þær rétt:
49271 63589
511736 209481
1732689 3856147
51046027 84923751
725862547 430792156
Það hefur sýnt sig, að spenni-
vídd hins hreina minnis er lítið
eða ekkert hægt að auka með