Úrval - 01.04.1955, Side 39
Eitt af merkustu ritum
duispeldnnar.
Bardo Thödol
—- tíhetíska dauðahókin.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Georg Borup.
Bardo Thödol, hin tíbetíska
dauðabók, er eitt af merkustu
ritum dulspekinnar. Hún er and-
legt leiðarljós hins látna í
óardo-ástandinu, hinu 49 daga
tímabili milli dauða og endur-
fæðingar. Nafnið segir til um
þetta. Bar þýðir milli og do
tveir, þ. e. milli tveggja. Thö-dol
má leggja út sem frelsun með
því að hlusta.
Bordo Thödol minnir í mörgu
tilliti á hina egypzku dauðabók,
en er þó miklu samfelldara verk.
Hún skiptist í þrjá hluta. Fyrsti
hlutinn lýsir ástandinu strax
eftir dauðann, annar hlutinn
millibilsástandinu og sá þriðji
endalokum þess ástands og þeg-
ar sálin tekur sér bústað að
nýju í móðurskauti.
Talið er að Búddapresturinn
Padma Sambhava hafi skráð
bókina á 8. öld e. Kr. Saman-
burður á henni og egypzku
dauðabókinni bendir til, að þær
séu sprottnar af sömu rót, sem
hulin er í móðu forsögunnar.
Trúin á sálnaflakk er útbreidd
í Austurlöndum. Á meðan sál-
in skynjar jarðlífið með unaði
þess og sársauka, láni og óláni,
gleði og sorgum, sem veruleika,
er hún bundin hinu veltandi
hjóli lífsins. En hringiða (sam-
sara) lífsins er aðeins sjón-
hverfingar (maya). Aðeins hið
algera er veruleiki, og þá fyrst
þegar sálin hefur þroskast til
skilnings á þessu og tileinkað
sér það, fær hún lausn frá sam-
sara og öðlast nirvana (lausn).
Búddatrúin þekkir ekki lausn
fyrir guðdómlega náð. Sálin
verður sjálf að vilja lausn sína.
Leiðin til þess getur verið löng
og þröng, en í eilífðinni er ætíð
nægur tími, segir búddatrúar-
maðurinn. Hin guðdómlegu lög-
mál verða að vera fullkomin.
Hvernig er þá hægt að veita
undanþágu frá þeim? Brjóti
maðurinn þessi lögmál, mun
sársaukinn (þjáningin), sem
verður óumflýjanleg afleiðing
brotsins, fyrr eða síðar leiða
hann í allan sannleika um brot-
ið. Þjáninginn er hvati, sem