Úrval - 01.04.1955, Síða 43
BARDO THÖDOL
41
líkjast oft á áberandi hátt hin-
um ruglingslegu sýnum, sem
samkvæmt frásögn Bardo Thö-
dol mætir hinum látna í bardo-
tilveru hans. I kenningum
Búdda segir einnig, að þessar
sýnir séu hliðstæðar draumsýn-
um. I svefni losar sálin sig að
meira eða minna leyti við lík-
amann. Hún flýr frá heimi rúms
og tíma, inn í tíma- og rúm-
lausan alheim, en af því að
þessi alheimur er henni terra
incognita —■ óþekkt land -—-
verður hún rugluð af því sem
mætir henni þar.
Það er eins og við vitum al-
geng skoðun, að jafnvel draum-
ar með langa atburðarás ger-
ist á örskammri stundu. I raun-
inni eru þeir ótímabundnir, því
að þeir gerast í tímalausum
heimi. Svo þegar við vöknum
reynir dagvitund okkar að rifja
npp drauminn með því að stað-
færa hann inn fyrir endimörk
rúms og tíma. Árangurinn verð-
ur sú ringulreið, sem oft ein-
kennir drauma.
Englendingur, John Curtance
að nafni, hefur nýlega gefið út
bók þar sem hann lýsir reynslu
sinni í geðveikisköstum. Hann
lýsir því hvernig ofsakæti og
öll skynjun magnast í köstun-
um og skapar flóð hugmynda-
tengsla, samfara auknum næm-
leik fyrir áhrifum, bæði frá
ytri og innri heimi, sem venju-
lega endar með ljósofsjónum.
Þegar kætin hefur náð hámarki
sínu, tekur ótti og vonleysi við
(þunglyndisástandið) og þá
sækja á hann hryllisýnir í mynd
djöfla og ófreskja.
Þetta upphafna ástand minn-
ir einnig mjög á sýnir bardo-
tilverunnar. Er hægt að draga
af þessu þá ályktun, að hin
magnaða skynjun geðsjúklings-
ins geti dregið þessar sýnir upp
úr dulvitundinni og fram í dag-
vitundina og gætt þær veru-
leikablæ, enda þótt normal mað-
ur geti slíkt aðeins í draumi,
eða — samkvæmt kenningu
Bardo Thödol — hinn látni í
feardo-ástandi sínu ?
Já, hvað er normalt og hvað
ónormalt? Hvað er draumur, og
hvað veruleiki?
Kínverska spekinginn Sjúang
Sjú dreymdi eitt sinn að hann
væri fiðrildi. Þegar hann vakn-
aði fór hann að velta fyrir sér
þeirri spurningu hvort hann
væri Sjúang Sjú, sem hefði
dreymt að hann væri fiðrildi,
eða hvort hann væri fiðrildi,
sem nú dreymdi að hann væri
Sjúang Sjú.
□------□
Það er óhugnanlegt að hugsa til þess hvað æskulýður næstu
kynslóðar neyðist til að gera af sér, vilji hann hneyksla foreldra
sína.
— Winston Churchill.