Úrval - 01.04.1955, Síða 46

Úrval - 01.04.1955, Síða 46
44 ÚRVAL bryta, matsvein, aðstoðarmat- svein, bakara og 45 nemendur, en af þeim sigldu 9 sem fullgild- ir hásetar með 3 ára þjónustu að baki; hinir höf ðu siglt frá 15 til 23 mánuði. Rétt fyrir brottförina kom norski sjómannapresturinn í Buenos Aires, Johan Nielsen, um borð með jólagjafir handa allri skipshöfninni. Skipstjórinn tók við gjöfunum og sýndi Nielsen danskt jólatré, sem hann hafði um borð. Hvort nokkurntíma hefur verið kveikt á því jólatré eða jólagjöfum norska prestsins útdeilt, veit enginn. Eftir að hafnsögumað- urinn fór frá borði í mynni La Plata steig enginn fæti um borð í K'öbenhavn. Hinn 17. des. átti loftskeyta- maðurinn á Köbenhavn samtal við starfsbróður sinn á m.s. Arizona og gaf upp stöðu skips- ins: 400 sjómílur austur af Montevideo. Þetta var síðasta staðarákvörðun, sem Köben- havn gaf upp. Fjórum dögum síðar hafði norska skipið Willi- am Blumer samband við skóla- skipið. Loftskeytamennirnir töl- uðust einnig við daginn eftir og ákváðu að „hittast aftur“ 23. des. En þann dag náði loft- skeytamaðurinn á William Blumer ekki sambandi við Köb- enhavn, og heldur ekki næstu daga, þó að hann gerði ítrek- aðar tilraunir. Akveðið hafði verið, að Köb- enhavn sendi skeyti heim þegar það hefði siglt fyrir Góðravon- arhöfða, en vikur liðu og mán- uðir án þess nokkrar fréttir bær- ust. En löngu fyrr hafði það vakið óró og kvíða á heimilum tveggja nemenda skipsins, þeg- ar mæður þeirra dreymdi báð- ar sömu nóttina — 22. janúar — um skipið á þann hátt, að þeim fannst ástæða til að óttast að eitthvað hefði komið fyrir. Önnur sá í draumi sínum alla nemendurna standa við borð- stokkinn og stara óttaslegna út í myrkrið og þekkti hún þar son sinn. Einn félagi hans, með dökkt, hrokkið hár, greip í hann og reyndi að fá hann til að stökkva í sjóinn. Hann æpti á hjálp og í sömu andrá sökk skip. ið. . . . Hina móðurina dreymdi, að hún sæi skipið í óveðri. Ung- lingarnir hlupu fram og aftur eftir þilfarinu, siglutrén brotn- uðu og skipið hvarf í djúpið. Feðurnir tveir hittust nokkr- um dögum eftir þetta og sögðu hvor öðrum draumana, og er sízt að undra þótt þeir yrðu kvíðnir og færu til útgerðarfé- lagsins og segðu þar frá draum- unum. En útgerðarstjórnin taldi enga ástæðu til að óttast, og raunar var það ekki á þessu stigi málsins; loftskeytatæki geta bil- að og fjarlægðir eru miklar á þeim slóðum, sem Köbenhavn var. Ástæða er þó til að staldra við þennan dag — 22. janúar — í ljósi þess, sem seinna upp- lýstist, því að daginn áður sást
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.