Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
bryta, matsvein, aðstoðarmat-
svein, bakara og 45 nemendur,
en af þeim sigldu 9 sem fullgild-
ir hásetar með 3 ára þjónustu
að baki; hinir höf ðu siglt frá 15
til 23 mánuði.
Rétt fyrir brottförina kom
norski sjómannapresturinn í
Buenos Aires, Johan Nielsen,
um borð með jólagjafir handa
allri skipshöfninni. Skipstjórinn
tók við gjöfunum og sýndi
Nielsen danskt jólatré, sem
hann hafði um borð. Hvort
nokkurntíma hefur verið kveikt
á því jólatré eða jólagjöfum
norska prestsins útdeilt, veit
enginn. Eftir að hafnsögumað-
urinn fór frá borði í mynni La
Plata steig enginn fæti um borð
í K'öbenhavn.
Hinn 17. des. átti loftskeyta-
maðurinn á Köbenhavn samtal
við starfsbróður sinn á m.s.
Arizona og gaf upp stöðu skips-
ins: 400 sjómílur austur af
Montevideo. Þetta var síðasta
staðarákvörðun, sem Köben-
havn gaf upp. Fjórum dögum
síðar hafði norska skipið Willi-
am Blumer samband við skóla-
skipið. Loftskeytamennirnir töl-
uðust einnig við daginn eftir og
ákváðu að „hittast aftur“ 23.
des. En þann dag náði loft-
skeytamaðurinn á William
Blumer ekki sambandi við Köb-
enhavn, og heldur ekki næstu
daga, þó að hann gerði ítrek-
aðar tilraunir.
Akveðið hafði verið, að Köb-
enhavn sendi skeyti heim þegar
það hefði siglt fyrir Góðravon-
arhöfða, en vikur liðu og mán-
uðir án þess nokkrar fréttir bær-
ust. En löngu fyrr hafði það
vakið óró og kvíða á heimilum
tveggja nemenda skipsins, þeg-
ar mæður þeirra dreymdi báð-
ar sömu nóttina — 22. janúar
— um skipið á þann hátt, að
þeim fannst ástæða til að óttast
að eitthvað hefði komið fyrir.
Önnur sá í draumi sínum alla
nemendurna standa við borð-
stokkinn og stara óttaslegna út
í myrkrið og þekkti hún þar
son sinn. Einn félagi hans, með
dökkt, hrokkið hár, greip í hann
og reyndi að fá hann til að
stökkva í sjóinn. Hann æpti á
hjálp og í sömu andrá sökk skip.
ið. . . . Hina móðurina dreymdi,
að hún sæi skipið í óveðri. Ung-
lingarnir hlupu fram og aftur
eftir þilfarinu, siglutrén brotn-
uðu og skipið hvarf í djúpið.
Feðurnir tveir hittust nokkr-
um dögum eftir þetta og sögðu
hvor öðrum draumana, og er
sízt að undra þótt þeir yrðu
kvíðnir og færu til útgerðarfé-
lagsins og segðu þar frá draum-
unum. En útgerðarstjórnin taldi
enga ástæðu til að óttast, og
raunar var það ekki á þessu stigi
málsins; loftskeytatæki geta bil-
að og fjarlægðir eru miklar á
þeim slóðum, sem Köbenhavn
var.
Ástæða er þó til að staldra
við þennan dag — 22. janúar —
í ljósi þess, sem seinna upp-
lýstist, því að daginn áður sást