Úrval - 01.04.1955, Síða 48

Úrval - 01.04.1955, Síða 48
46 TJRVAL, maí rannsökuðum við Goughey í góðu veðri og sendum merki. Sáum hvergi neitt til Köben- havn né skipshafnar þess.“ Nánari fréttir bárust frá skip- stjóranum á Halesius frá Buen- os Aires. Enskur trúboði á Tristan da Cunha, Philip C. Lindsay, hafði fyrstur séð segl- skipið. Eftir frásögn hans taldi skipstjórinn, að brimið við rif- ið, sem nefnt er í skeytinu, hafi verið svo mikið, að útilokað sé, að skip, sem hefði komið eins nærri rifinu og trúboðinn sagði, hefði komizt undan. En þeir sem kunnugir eru á Tristan da Cunha, segja, að íbúunum sé, vegna einangrunar, gjarnt á að ýkja og iáta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Það kom miklu róti á hugi manna heima í Danmörku þegar flöskuskeyti fannst í Malmö í lok apríl. Skeytið var dagsett 25. febrúar og stóð í því, að skipið væri strandað á lítilli eyju í Norfolk eyjaklasanum og að margir nemendanna væru veikir af malaríu. Undir skeyt- inu stóð: Einn af nemendunum. Flestir voru að sjálfsögðu van- trúaðir á, að flöskuskeyti hefði á tveim mánuðum getað rekið frá eyju austur af Ástralíu allt til Eyrarsunds aðeins fáa km frá heimahöfn skipsins. Senni- lega var hér um ótrúlega grátt gaman að ræða. En í skeytinu var þó eitt athyglisvert — það var minnst á malaríu. Af bréfum frá nemendunum er sem sé ljóst, að mosldtóflug- ur hafa mjög angrað þá í Buen- os Aires. Sú skoðun hefur því verið sett fram, að skömmu eftir brottförina hafi brotist út svo svæsinn malaríufaraldur um borð, að illmögulegt hafi verið að stjórna skipinu, og hefur þá ekki mátt mikið út af bera. I því sambandi má minna á, að fyrir röskum 20 árum kom sænskt skip til Hull frá Vestur- afríku með svo marga af skips- höfninni veika af malaríu, að skipstjórinn og fyrsti stýrimað- urinn urðu að skiptast á um að standa við stýrið til að koma því í höfn! Til þessa höfðu aðeins brezk skip leitað að Köbenhavn, en nú voru uppi háværar kröfur um, að útgerðarfélagið léti skip sín einnig leita, og 3. júlí lagði mót- orskip Ö. K., Mexico, frá Rio de Janeiro í leitarleiðangur. Hinn 24. júlí kom fyrsta tilkynningin frá Mexico. Skipstjórinn hafði þá farið í land á Tristan da Cunha og haft tal af trúboðan- um og öðrum eyjarskeggjum. Gáfu þeir nákvæma lýsingu á skipinu, sem þeir höfðu séð, og kom í Ijós, að trúboðinn hafði fylgzt með skipinu í kíki sínum í þrjá tíma, án þess að sjá nokkur merki lífs um borð. En meðan mest var um það rætt hvort það hefði verið Köbenhavn, sem fór framhjá Tristan da Cunha, kom frétt frá Marienhamn um það, að fjór- sigld, finnsk skonnorta, Pon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.