Úrval - 01.04.1955, Side 53

Úrval - 01.04.1955, Side 53
ÁKALL UNGRAR STULKU 51 mér ákaft að sér aftur, en nú var — eins og alltaf þegar hér var komið sögu — eins og upp væri kominn fjandskapur milli líkama okkar, og ég varð að kingja grátinum, sem leitaði upp í hálsinn og augun. Þannig endurtekur sagan sig æ ofan í æ, og ekki aðeins hjá okkur, heldur hjá ótal mörgu ungu fólki á okkar reki, sem er sama sinnis og við. Við erum dugleg, upplýst, skynsöm — en erum við hyggin? Ég er hrædd. Ég hef lesið svo margar ömurlegar lýsingar á því hvernig svona barátta get- ur síðar meir eyðilagt hjóna- bandshamingjuna. Eftir lækni hef ég lesið þetta: ,,Sú stúlka, sem hefur varið allri ævinni, allt til þess er hún giftist, til að gæta sín, vera sífellt á verði um sig, vera hrædd við að hlýða tilfinningum sínum, hún á oft erfitt með að söðla um og vera frjáls og eðlileg í hjónaband- inu.“ Ég er hrædd, af því að ég hef hugboð um, að ef til vill sé ekki nægilegt að þekkja þess- ar staðreyndir, að ef til vill þurfi maður sjálfur að öðlast full- komna reynslu af þeim manni, sem maður ætlar að lifa í sam- búð við alla ævi. Er það rétt af foreldrum mínum og Bertils — vitandi það, að við ætlum að gifta okkur undir eins og ég hef lokið stúdentsprófi — að aftra okkur frá því að njóta hvors annars til fulls, einungis af því að þau óttast að við eign- umst barn of snemma og verð- um þeim til vansæmdar? Þegar ég fór að vera með Bertil, virtust pabbi og mamma eins ánægð yfir því og ég. Þau voru víst fegin að ég var kom- in yfir sveimhugastigið. En er frá leið fann ég, að þeim var ekki lengur vel við, að ég skyldi alltaf vera með þeim sama. For- eldrar eru undarlegir. Það er víst aldrei hægt að gera þeim til hæfis. Stundum grípur mig löngun til að æpa eða stökkva burtu, þegar mamma er að vanda um við mig. „Ertu ekki nokkuð mikið með þessum Bertil þínum?“ segir hún. Af hverju getur hún ekki sagt eins og hún hugsar? Af hverju getur hún ekki sagt, að hún sé hrædd um, að einhvern dag- inn göngum við of langt, að eitt- hvað geti „komið fyrir“? Það yrði kannski dálítið sárt, ef hún segði það, en við gætum þá kannski fengið tækifæri til að nálgast hvor aðra í þessum mál- um. Og ég gæti þá kannski feng- ið hana til að segja mér frá sjálfri sér, þegar hún var sautj- án ára. Kannski fengi ég þá loks ráð í tilfinningamálum mínum frá reyndri konu, og raunar einu konunni, sem ég get vænzt af persónulegra trúnaðarráða — móður minni. Stundum þrái ég svo ákaft trúnað móður minnar, að mér liggur við að hata hana, t. d. 7*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.