Úrval - 01.04.1955, Síða 53
ÁKALL UNGRAR STULKU
51
mér ákaft að sér aftur, en nú
var — eins og alltaf þegar hér
var komið sögu — eins og upp
væri kominn fjandskapur milli
líkama okkar, og ég varð að
kingja grátinum, sem leitaði
upp í hálsinn og augun.
Þannig endurtekur sagan sig
æ ofan í æ, og ekki aðeins hjá
okkur, heldur hjá ótal mörgu
ungu fólki á okkar reki, sem er
sama sinnis og við. Við erum
dugleg, upplýst, skynsöm —
en erum við hyggin?
Ég er hrædd. Ég hef lesið
svo margar ömurlegar lýsingar
á því hvernig svona barátta get-
ur síðar meir eyðilagt hjóna-
bandshamingjuna. Eftir lækni
hef ég lesið þetta: ,,Sú stúlka,
sem hefur varið allri ævinni,
allt til þess er hún giftist, til
að gæta sín, vera sífellt á verði
um sig, vera hrædd við að hlýða
tilfinningum sínum, hún á oft
erfitt með að söðla um og vera
frjáls og eðlileg í hjónaband-
inu.“
Ég er hrædd, af því að ég
hef hugboð um, að ef til vill
sé ekki nægilegt að þekkja þess-
ar staðreyndir, að ef til vill þurfi
maður sjálfur að öðlast full-
komna reynslu af þeim manni,
sem maður ætlar að lifa í sam-
búð við alla ævi. Er það rétt
af foreldrum mínum og Bertils
— vitandi það, að við ætlum
að gifta okkur undir eins og
ég hef lokið stúdentsprófi — að
aftra okkur frá því að njóta
hvors annars til fulls, einungis
af því að þau óttast að við eign-
umst barn of snemma og verð-
um þeim til vansæmdar?
Þegar ég fór að vera með
Bertil, virtust pabbi og mamma
eins ánægð yfir því og ég. Þau
voru víst fegin að ég var kom-
in yfir sveimhugastigið. En er
frá leið fann ég, að þeim var
ekki lengur vel við, að ég skyldi
alltaf vera með þeim sama. For-
eldrar eru undarlegir. Það er
víst aldrei hægt að gera þeim
til hæfis. Stundum grípur mig
löngun til að æpa eða stökkva
burtu, þegar mamma er að
vanda um við mig.
„Ertu ekki nokkuð mikið með
þessum Bertil þínum?“ segir
hún.
Af hverju getur hún ekki sagt
eins og hún hugsar? Af hverju
getur hún ekki sagt, að hún
sé hrædd um, að einhvern dag-
inn göngum við of langt, að eitt-
hvað geti „komið fyrir“? Það
yrði kannski dálítið sárt, ef hún
segði það, en við gætum þá
kannski fengið tækifæri til að
nálgast hvor aðra í þessum mál-
um. Og ég gæti þá kannski feng-
ið hana til að segja mér frá
sjálfri sér, þegar hún var sautj-
án ára. Kannski fengi ég þá loks
ráð í tilfinningamálum mínum
frá reyndri konu, og raunar
einu konunni, sem ég get vænzt
af persónulegra trúnaðarráða —
móður minni.
Stundum þrái ég svo ákaft
trúnað móður minnar, að mér
liggur við að hata hana, t. d.
7*