Úrval - 01.04.1955, Síða 54

Úrval - 01.04.1955, Síða 54
52 T3RVAL þegar hún situr andspænis mér með handavinnu sína og raular gamla ástarvísu fyrir munni sér og brosir sæl og annars hugar. Þú veizt svo mikið, hugsa ég. Þú veizt svo mikið um ástina, annars væruð þið pabbi ekki svona hamingjusöm. En af hverju getur þú ekki, þú sem ert þó móðir mín, sagt mér eitt- hvað, lofað mér að spyrja og tala um allt það óráðna sem bærist innra með mér ? Þú sagð- ir mér hvernig börnin koma í heiminn, þú skýrðir allt fyrir mér í sambandi við blóðlát kon- unnar. En ég veit, að ef ég spyrði þig hvernig þér hafi ver- ið innanbrjósts þegar þú varst sautján ára — því að ég veit að þið pabbi kynntust þá — og pabbi þrýsti þér fast að sér, ég veit að ef ég spyrði þig um það, mundi ég aðeins fá að svari nýja kennslustund í kynferðis- málum, eins og tilfinningar kæmu þar ekkert við sögu. Þessvegna getur ollið upp í mér eitthvað sem líkist hatri, þegar hún situr þannig með sælt, leyndardómsfullt bros á andlitinu. Hún var sjálfsagt lík mér þegar hún var sautján ára, hugsa ég. Þegar pabbi kyssti hana og faðmaði hana, þrýsti henni fast að sér, varð hún þá ekki líka heit og þurr á vörun- um og þung af þrá í húðinni og kroppnum, í þrá eftir að gieyma sjálfri sér og verða eitt með honum? Sjálfsagt hefur mamma verið þannig. En hvernig fóru þau hún og pabbi að? Héldu þau aftur af sér, eins og við Bertil höfum gert — hingað til. Og ef svo var, hvaða afleiðingar hafði það þá fyrir hjónaband þeirra? Varð mamma ekki kenndasljó af þeim leik? Og ef svo var — hvernig komst hún þá yfir það? Eg sé á þeim, að þau eru samstillt og hamingju- söm núna. En hvernig atvikað- ist það? Þau kynntust þegar mamma var sautján ára og pabbi átján, en giftu sig ekki fyrr en fimm árum síðar. Hvern- ig fóruð þið að því að þrauka öll þessi ár, ef þið lifðuð ekki „í synd“? Þannig hefði ég vilj- að spyrja mömmu. En mamma brosir aðeins með sjálfri sér og þegir. Það er margt fleira, sem ég vildi geta spurt hana um. Um sveiflurnar í tilfinningalífi mínu, til dæmis. Stundum er ég döpur og leið, stundum kenni ég einskis við atlot Bertils, þó að ég láti hann auðvitað aldrei finna það. Aðra daga á ég fullt í fangi með að hafa hemil á tilfinningum mínum og haga mér siðsamlega þangað til við erum orðin ein. Af hverju kem- ur þetta? Er þetta eðlilegt? Ég vil vita hvort ástarkenndir mín- ar eru heilbrigðar. Kannski er ég of ástheit; ég verð alveg máttlaus, bara ef Bertil snertir mig. Það gerir mig órólega. Er það gott eða illt ? Margar, marg- ar fleiri spurningar brenna mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.