Úrval - 01.04.1955, Page 55
ÁKALL UNGRAR STÚLKU
53
á tungu — margar, sem ég get
ekki skrifað eða talað um við
neinn annan en fullorðna, reynda
mannesku, sem skilur mig.
Við ykkur fullorðna fólkið vil
ég segja þetta: Af hverju þurf-
ið þið að gera allt, sem snertir
ástarlífið, svona ópersónulegt
fyrir okkur unga fólkið? Þið
komið með þessar skematísku
myndir ykkar, aðvaranir ykkar,
línurit ykkar og þessar enda-
lausu hagskýrslur ykkar. Það
er eins og þið viljið fá okkur
til að halda, að maðurinn elski
að réttu lagi aðeins með heilan-
um og skynseminni. Ég hafði þó
haldið, að maður elskaði með
hjartanu og tilfinningunum! En
um þaö talið þið aldrei. Þið lýs-
ið öllu eins og um sé að ræða
vél eða hús. Og þó er sannleik-
urinn sá, að við sem erum ung
þörfnumst umfram allt hjálpar
einmitt þegar hjartaö og tilfinn-
ingarnar eru annarsvegar. Af
hverju getið þið ekki veitt —
eða þorið ekki að veita — okk-
ur Jþessa hjálp ?
Ég hef lesið ósköpin öll af
leiðbeininga- og fræðslugreinum
um kynferðismál, ég hef geisp-
að undir útskýringum náttúru-
fræðikennarans og allan tímann
hef ég fundið, að eitthvað vant-
aði, að ég þráði að heyra eitt-
hvað annað. Nú veit ég allt í
einu hvað það er, sem ég þrái:
Því að er það ekki svo, að
ástarkenndin er fegursta og un-
aðslegasta gjöf, sem okkur
mönnunum hefur hlotnazt? Það
sem ég þrái er, að fá að heyra
einhvern fullorðinn — helzt
móður mína — sem kynnzt hef-
ur þessum unaði, segja mér frá
því, án þess að vera um leið
á lofti með vísifingurinn, hve
dásamlega fagurt og sælt það
er að elska . . .
Flestir menn trúa á arfgengi þangað til synir þeirra fara að
gera eitthvað af sér.
—- Salong Gahlin.
-k
Allt það sem mig langar verulega til að gera er annað-
hvort ósiðlegt, bannað eða fitandi.
— Alexander Woolcott.
★
Augljósasti munurinn á ketti og lygi er sá, að kötturinn
hefur aðeins níu líf.
Mark Twain.