Úrval - 01.04.1955, Page 67
TRÚIÐ EKKI YKKAR EIGIN AUGUM!
65
um hvössu hornum sínum. Með
því að horfa skáhalt með blað-
inu í sömu átt og skástrikin
má þó sjá, að þau eru samsíða.
Sömu áhrifa gætir í hinni
svokölluðu Heringsmynd. Lang-
línurnar tvær virðast bognar,
þó að þær séu í raun og veru
beinar; það eru samanlögð á-
hrif frá hornunum til beggja
hliða milli strikanna.
Hinir fornu byggingameistar-
ar Grikkja kunnu einnig skil á
þessari sjónhverfingu, það sést
á hinum þríhyrndu musteris-
göflum þeirra. Skáhliðarnar
tvær höfðu þau áhrif, að lárétti
bjálkinn virtist boginn. Til þess
að vinna gegn þessari sjón-
hverfingu höfðu þeir örlitla
beygju á bjálkanum. Á Par-
thenonmusterinu í Aþenu nem-
ur þeissi beygja upp á við milli
6 og 7 sm.
En grískir byggingarmeistar-
ar hafa þekkt ýmsar fleiri sjón-
brellur. Sjónhverfing er t. d. á-
stæðan til þess að súlurnar eru
hafðar gildari um miðjuna —
og einnig til þess að allar súl-
urnar hallast að miðju. Það hef-
ur verið reiknað út, að ef allar
súlur Parthenons væru fram-
lengdar myndu þær mætast í
einum punkti tveim km. fyrir
ofan þak musterisins.
Skyld þessum hornsjón-
hverfingum, að því leyti að
mörg smáatriði verka á heild-
ina, er þessi furðulega sjón-
hverfing: spíralar — er það
ekki? Reynið að fylgja einum
með blýanti og sjáið hvar þér
lendið.
Þriðji flokkurinn fjallar um
sjónhverfingar þegar dæma
skal fjarlægðir, og má um það
tilfæra sem almenna reglu, að
strik (vegalengd), sem skipt er
niður, sýnist lengra en óskipt
(heilt) strik. Á myndinni, sem
hér er sýnd, er langa strikinu
skipt í þrjá nákvæmlega jafn-
langa hluta — en vegna þess
að hlutunum til beggja enda er
skipt niður í smábúta með þver-
strikum, sýnist miðhlutinn
styttri en hinir tveir. Senni-
legasta skýringin á þessu er sú».