Úrval - 01.04.1955, Side 71
TRÚIÐ EKKI YKKAR EIGIN AUGUM!
69
leikhúsinu „Teatro Olimpico,"
sem arkítektinn Palladio reisti
á endurreisnartímabilinu. Að
fyrirmynd hinna gömlu róm-
versku leikhúsa byggði hann á-
horfendasvæðið í hálfhring, síð-
an tekur við framsvið, en að
baki þess eru fernar bogadyr.
Horfir maður í gegnum þessar
dyr, sér maður eftir löngum göt-
um með húsaröðum á báðar
hliðar. I rauninni eru þessar
götur þó aðeins fáeinir metrar.
Á sama hátt og í nútímaleik-
húsi eru leiktjöld gerð eftir
rúmvíddarreglum, þannig að
stuttar fjarlægðir sýnast mjög
langar.
Það er aðeins einn galli á
þessum leiktjöldum: leikararnir
minnka ekki í samræmi við leik-
tjöldin þegar þeir ganga inn á
baksviðið!
0-0-0
VITNI AÐ FÆÐINGU FlLS.
Á friðunarsvæði villtra dýra á Ceylon varð einn gæzlmað-
urinn, W. L. A. Andiris, sjónarvottur að atburði, sem mannleg
augu munu sárasjaldan hafa litið. Hann sá fíl ala kálf og var
vitni að öllum aðdraganda og viðbúnaði atburðarins. Hann segir
svo frá þessu i skýrslu til Villidýradeildar landbúnaðarráðuneytis-
ins á Ceylon:
Það var augljóst, að móðirin og hinar átta ,,ljósmæður“ hennar
höfðu vandlega valið fæðingarstaðinn, sem var í rjóðri i nánd
við lítið lón, en þéttvaxinn frumskógurinn allt í kring. Móðirin
lá á hliðinm í rjóðrinu. Hjúkrunarliðið stóð í kringum hana og
gældi blítt við hana með rönunum. Þegar fæðingarstundin nálg-
aðist gerðist móðirin óróleg, stóð upp aftur og aftur og færði sig
nokkur skref til, en lagðist alltaf aftur. Sjö úr hjúkrunarliðinu
drógu sig nú i hlé inn í frumskóginn, en eftir var aðeins ein
„ljósmóðir.“ Öðru hvoru komu tveir og tveir úr hjúkrunarliðinu
til þess að þukla móðurina með rönunum.
Fæðingin sjálf virtist elcki valda móðurinni neinum sársauka
eða erfiði og hún gaf ekkert hljóð frá sér. Þegar fæðingin var
afstaðin, stóð hún upp og gekk um tíu skref í burtu. Þar baulaði
hún og kom þá allt hjúkrunarliðið baulandi og þuklaði hana
með rönunum.
Svo lagðist móðirin tii hvíldar, en allt hjúkrunarliðið gekk til
kálfsins. Einn úr liðinu reisti hann varlega á fætur. Því næst
gengu allir hinir í röð framhjá honum og blésu á hann sandi með
rönunum til að þurrka úfinn feldinn. Þessu var haldið áfram í
hálftíma. Þá var kálfurinn orðinn stöðugur á fótunum.
Nú stóð móðirin upp, baulaði hátt og gekk hratt til kálfsins.
Hún lyfti honum upp með rananum og fór með hann burtu úr
hópnum. Svo lagðist hún varlega á hnén og lét kálfinn á spena.
Þegar þessari fyrstu máltíð kálfsins var lokið, baulaði móðirin
aftur, tók hann upp með rananum, lyfti honum hátt yfir höfuð
sér, hvarf inn í skóginn og hjúkrunarliðið á eftir henni.
— AP.