Úrval - 01.04.1955, Síða 75
DRAUMURINN UM LANGT LÍF
73
þar sem súrmjólkurmaturinn
„yogurt“ er þjóðarréttur. En
upplýsingar Metchnikoffs voru
ekki byggðar á hagskýrslum,
heldur aðeins á almannarómi og
eigin athugun. Nýlegar athug-
anir munu þó hafa staðfest, að
mjög mikið getur verið af rotn-
unarbakteríum í ristli gamals
fólks, einkum ef litlar sýrur eru
í maga, og að tilteknir mjólkur-
sýrugerlar geta þrifist í þörm-
unum og unnið gegn rotnuninni.
En hann gat ekki með vissu
bent á neitt öruggt orsakasam-
band milli rotnunar í þörmum
og æðakölkunar.
Það eru einkum vakarnir
(hormónin) og þá fyrst og
fremst kynvakarnir, sem elli-
rannsóknirnar hafa beinzt að.
Hinn kunni franski lífeðlisfræð-
ingur C. Brow-Sequard (1817
-—1894) mælti með því, að dælt
yrði sæðisfrumum beint í æð,
af því að hann taldi, að elli-
hrörnunin væri bein afleiðing
minnkandi starfsemi kynkirtl-
anna. Hann gerði tilraunir á
sjálfum sér með seyði úr eist-
um, og fannst honum hann yngj-
ast við það. Austurríski vísinda-
maðurinn E. Steinach og Knud
Sand í Kaupmannahöfn gerðu
tilraunir á dýrum; þeir bundu
fyrir sæðisgöngin, sem liggja
frá eistunum inn í þvagrásina
gegnum blöðruhálskirtilinn.
Eftir þessa aðgerð urðu miklar
breytingar á eistunum: sá hluti
þeirra, sem myndar sæðið eydd-
ist, en hinn, sem gefur frá sér
kynvaka stækkaði. Á gamla og
ellihruma hunda hefur þessi að-
gerð haft furðuleg áhrif. Þeir
hafa fengið greinileg æskuein-
kenni að nýju. En samskonar
aðgerðir, sem gerðar hafa verið
á gömlum mönnum, hafa valdið
vonbrigðum. I sumum tilfellum
réðu þær að vísu bót á sumum
þeirra einkenna, sem gjarnan
fylgja hinu svonefnda frjó-
brigðatímibili karlmannsins, en
á aðra höfðu þær engin áhrif
eða þá aðeins skammæ. Það má
nú teljast öruggt, að aðgerð
Steinachs sé þess ekki umkomin
að stöðva ellihrörnun og lengja
mannsævina. Nokkru eftir að
Steinach hóf tilraunir sínar,
gerði rússneskur læknir, Voro-
noff, sem heima átti í París, til-
raun til að græða apaeistu í
karlmenn. Áhrif þessarar að-
gerðar voru einnig mjög vafa-
söm og er fyrir löngu hætt við
þær.
Æskulyf.
En áhrif vakanna á ellihrörn-
unina eru engan veginn að fullu
upplýst enn. Það er staðreynd,
að í sambandi við sjúkdóma í
innrennsliskirtlum, einkum
heiladingulsins, má greina hjá
börnum einkenni, sem líkjast
ellimörkum. Ekki er heldur
neinn vafi á því, að með aldrinum
dregur úr starfsemi kirtlanna.
Það er þannig ekki aðeins starf-
semi kynkirtlanna, sem minnk-
ar, heldur einnig skjaldkirtilsins
heiladingulsins, nýrnahettanna