Úrval - 01.04.1955, Page 76
74
ÚRVAL
o. fl. kirtla. Einn af nemend-l|F hefur ekki fengizt staðfestur 1
um Metchnikoffs, enski vaka- öðrum löndum, og svo virðist
sérfræðingurinn V. Korenchev-
sky, hefur með dýratilraunum
sýnt fram á, að með því að gefa
samtímis marga hinna lífsnauð-
synlegu vaka frá þessum kirtl-
um megi seinka ellihrörnuninni.
Annar af nemendum Metchni-
koffs, A. Bogomólets, sem var
prófessor í Kieff, setti árið 1942
fram þá tilgátu, að aldur og
heilbrigðisástand líkamans fari
mest eftir ástandi stoðvefjar-
ins. Bogomolets bjó til lyf (ser-
um), sem kallað var A.C.S. í
stórum skömmtum átti það að
stöðva vöxt stoðvefjarins, en
smáir skammtar áttu að hafa
örvandi áhrif á starfsemi hans.
Frá Rússlandi hafa komið frétt-
ir um, að þetta lyf Bogomolets
hafi bætandi áhrif á ýmsa sjúk-
dóma, sem stafa af breytingum
í stoðvefjum. En þessi árangur
□-
sem tilraunirnar séu of fáar til
þess að draga megi af þeim ó-
yggjandi ályktanir. Þess er
naumast að vænta, að lyf Bogo-
molets hafi nein teljandi áhrif
í þá átt að lengja líf mannsins
og tefja fyrir ellihrörnun.
« 5'
Áhuginn á ellirannsóknum
mun án efa stuðla að því, að
menn verði margs vísari um elli-
hrörnunina. Og þess má vænta,
að unnt verði að finna ráð sem
duga í baráttunni við ellisjúk-
dómana, einkum æðakölkunina.
Það er mikilvægara hlutverk
ellirannsóknanna að létta af
öldruðu fólki þeim þjáningum,
sem eru samfara ellisjúkdóm-
um, þannig að það geti lifað
góða og hamingjusama elli, held-
ur en að finna ráð til þess að
lengja hámarksaldur mannsins.
-□
Gild ástæða.
Maxie Rosenbloom, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleik, en
nú leikari, hefur það fyrir fasta reglu að láta armbandsúrið
sitt, og raunar ailar klukkur á heimilinu, vera 15 mínútum á
eftir. Þessi sérvizka leikarans á sér sérstakar orsakir. Hann
ætlaði einu sinni með flugvél frá San Fransisco til Los Angeles,
en þegar hann kom á flugvöllinn var vélin flogin. Rosenbloom
skammaði afgreiðslumanninn og benti honum á armbandsúrið
sem enn vantaði nokkrar mínútur i brottfarartíma. En við
nánari athugun kom í Ijós, að úrið var 15 mínútum á eftir.
Flugvélin hrapaði i San Fransicoflóann — og allir í vélinni
fórust.