Úrval - 01.04.1955, Side 80

Úrval - 01.04.1955, Side 80
78 ÚRVALi Algengustu aðferðir dýra til að læra er að 'prófa sig áfram þangað til þau finna lausn og og síðan muna þau lausnina lengur eða skemur. Gagnstætt þessu geta einstaka dýr fundið lausn með innsýn í aðstæður án þess að þurfa að prófa sig á- fram þangað til lausnin kemur. Simpansar eru gæddir slíku inn- sæi. Fyrir framan búr simpansa var sett lárétt plata sem sner- ist um ás. Á plötuna fjarst ap- anum var sett kirsuber. Apinn sá fljótt, að hann gat ekki náð berinu og sneri sér frá því. En hann kom aftur, settist við grindurnar og snerti plötuna með hendinni. Platan snerist og kirsuberið færðist nær. Apinn skyldi þá strax samhengið milli hreyfingar handarinnar og til- flutnings kirsubersins í átt til sín. Eftir þetta fór hann alltaf eins að — og hafði honum þó aldrei verið hjálpað. Aðrar tilraunir með simpansa sýna, að þeir geta notað tákn, að vísu á mjög frumstæðan hátt, en mestu máli skiptir, að þeir geta það. Þeir lærðu að nota plastpeninga, sem höfðu ákveðið gildi; fyrir eina tegund mátti fá vatn, fyrir aðra mat o. s. frv. Simpansar, sem hafa uppgötvað að þeir geta notað kassa í búri sínu til að klifra upp á ef þeir vilja ná í banana, sem hanga hátt, hafa vit á að sækja þá í annan klefa til að nota þá. Þeir muna þannig að þeir hafa notað kassana áður, þó að þeir sjái þá ekki. Það er mjög óvenjuleg frammistaða hjá dýri og svipar nokkuð til mannsins. Hjá fuglum má einnig finna skynsemigædda hegðun. Fuglar hafa verið vandir á að taka á- kveðinn fjölda frækorna úr tveim skálum með mismörgum fræjum í. f annarri skálinni eru t. d. 2 í hinni 3 fræ. Þriggja fræja skammtinn mega fuglarn- ir borða, en eru reknir burt frá hinum. Eftir nægilega mikla tamningu er hægt að kenna dúfu að greina á milli 5 og 6 fræja, og hrafni milli 7 og 8. Sé fræjunum fjölgað, tekst til- raunin ekki. Annað dæmi er til um hæfileika fugla til að reikna. Það hefur tekizt að venja dúf- ur á að taka fimm baunir úr hrúgu en skilja hinar eftir, eins þótt ein og ein baun væri látin falla niður í skálina. Þær tóku aldrei fleiri baunir en þær áttu að taka. Simpansar geta sem sagt not- að tákn og hjá fuglum má finna vísi að notkun tákna. Bæði dýr og menn geta þannig hugsað sér eitthvað, en maðurinn einn getur nefnt það sem hann hugs- ar. Maðurinn er fremri dýrunum að því leyti að hann hefur mál: töluð og skrifuð tákn, sem merkja hluti og atburði og sem eru grundvöllur menningar okk- ar. Tilkoma málsins er dular- full; bað finnst ekkert millistig milli hins meðfædda táknmáls dýranna og talmáls mannanna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.