Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 81
MEÐFÆTT EÐA LÆRT?
79
ekki einu sinni hjá mannöpum.
Mál frumstæðustu þjóða eru
jafnfrábrugðin ,,máli“ dýranna
og mál annarra þjóða. Raunar
má segja, að mennirnir hafi
einnig mál, sem stendur á stigi
dýramálsins, en það eru hljóð
ungbarnsins; það mál er með-
fætt og það vekur strax hjá
okkur andsvör.
Það er aðeins eitt óyggjandi
dæmi til um það að dýr læri
með því að líkja eftir. Nokkrar
tegundir fugla verða að mestu
eða öllu leyti að læra að syngja,
t. d. næturgalinn og finkan; öðr-
um fuglum, t. d. kanarífuglun-
um, er söngurinn meðfæddur.
Með tilraunum á finkum hefur
mér tekizt að sanna, að hinn
ófullkomni söngur þeirra
snemma á vorin, jafnt ungra
sem fullorðinna, er tilkominn
fyrir áhrif karlkynsvaka. Með
vaxandi vakaáhrifum verður
söngurinn fullkomnari og kröft-
ugri. Ungfuglunum nægir þetta
þó ekki. Ef þeir heyra ekki söng
eldri fuglanna um þessar mund-
ir, verður söngur þeirra ófull-
burða. Annars er það athyglis-
vert, að finkurnar líkja aðeins
eftir söng sinnar tegundar, þó
að margir aðrir söngfuglar séu
í nágrenninu. Þær hljóta að hafa
meðfædda hneigð til söngs
sinnar tegundar. Séu þær hins-
vegar aldar upp í búri án þess
að vera nálægt öðrum finkum,
líkja þær eftir söng annarra
fugla.
Sumir páfagaukar í búrum
líkja ótilkvaddir eftir allskonar
hljóðum. Auk orða geta þeir
lært að líkja eftir marri í hurð,
mjálmi í ketti o. fl. Oft er eftir-
líkingin svo nákvæm, bæði að
tónblæ og hrynjandi, að óger-
legt er að greina hana frá fyrir-
myndinni, ef maður sér ekki
fuglana. Oft eru orð þeirra eða
setningar tengd sérstökum at-
vikum. Sé páfagaukur t. d. í
herbergi þar sem sími er, lærir
hann ótilkvaddur að segja halló
þegar einhver tekur símann,
eða hann lærir að segja „sæll“
þegar einhver fer út um dyrnar.
Minni páfagauka á orð sem þeir
hafa lært er oft furðulegt. Páfa-
gaukur hafði lært nafn á fugli
sem var í öðru búri í sömu stofu
og hann. Níu árum eftir að þessi
fugl var dauður kom annar eins
fugl í búrið og nefndi þá páfa-
gaukurinn strax nafnið. Eigin-
lega innsýn í hlutina hafa páfa-
gaukar ekki og þeir eru ekki
frjálsir um val orða sinna. Þeir
setja þau ekki saman þannig að
þau fái ákveðna nýja merkingu.
Aftur á móti getur komið fyrir,
að páfagaukur, sem er að leika
sér að orðum, sem hann kann,
setji þau saman þannig að þau
fái nýja merkingu, og sé hon-
um þá launað fyrir, hefur hið
nýja orðasamband fengið merk-
ingu fyrir hann og hann notar
það framvegis sem hvatningu
eða skipun til húsbónda síns.
Það er sérkennilegt um hæfi-
leika dýranna til að læra, að
hann er oft bundinn við ákveðna