Úrval - 01.04.1955, Síða 83
MEÐFÆTT EÐA LÆRT?
81
börn, sem hafa alizt upp hjá
úlfum, eru tómur tilbúningur.
í sögum þessum segir oft, að
„úlfabörnin" kunni aðeins að
ganga á fjórum fótum, kunni
ekki að drekka, en lepji eins og
hundar, ýlfri eins og úlfar,
gjammi í hita og geti ekki svitn-
að, séu með grænlýsandi augu
í myrkri o. s. frv. Þetta eru
þjóðsögur, sem enginn fótur er
fyrir. Sögur af „úlfabörnum“
eru ófullkomnar og ónákvæmar,
fullar af tilgátum og hjátrú;
ef til vill er hér oft um að ræða
fábjána. Að minnsta kosti hafa
börn aldrei alizt upp hjá úlf-
um; það er af mörgum ástæð-
um óhugsandi.
Hegðun dýra er yfirleitt
eðlisbundin, þ. e. dýr geta hagað
sér skynsamlega án pess að
hafa lært nokkuð og án pess
að vera gædd skynsemi. Auk
þess hafa ýms dýr einhvern
hæfileika til að læra. En sá
hæfileiki er oft tengdur ákveðn-
um tíma eða atvikum og er í
greinilegu sambandi við lifnað-
arhætti þeirra. Ef þau eru nauð-
beygð til að læra í baráttunni
fyrir tilverunni, þá geta þau
lært. Þannig er það t. d. um
svöluspörinn, sem byggir sér
hreiður í holum trjám, að ef
honum er fenginn hreiðurkassi
með mörgum opum á, þá á hann
mjög erfitt með að læra hvaða
op hann á að fljúga inn um.
Díkjasvalan er aftur á móti
fljót að læra að finna opið
sitt — enda verpa þær í hóp-
um og verða því að geta þekkt
hreiðuropin sín.
1 tveimur útgáfum.
Kona nokkur var á ferðalagi í Egyptalandi. 1 Kairó stað-
næmdist hún eitt sinn fyi'ir framan basar í einni hliðargötu
borgarinnar. 1 öðrum enda búðarinnar stóð hausltúpa á borði
og var aftan við hana stórt spjald, sem á stóð „Höfuðkúpa
Kleópötru drottningar." Þetta var bersýnilega stolt kaupmanns-
ins. En við hlið hennar stóð lítil höfuðkúpa, sem dró að sér
athygli konunnar. Hún sneri sér að kaupmanninum og spurði
hann af hverjum þessi höfuðkúpa væri.
„Hún er af Kleópötru líka,“ sagði kaupmaðurinn — „þegar
hún var barn.“
— Speaking of Holiday.
★
Of seint . . .
Picard heitir kunnur og vinsæll dómari í Michigan í Banda-
ríkjunum. Hann var nýkominn úr ferð til Evrópu og var að
lýsa dvöl sinni i París. „París er dásamleg borg,“ sagði hann.
,,®g vildi bara að ég hefði komið þangað fyrir 20 árum.“
„Þú átt við þegar París var og hét.“
„Nei, ég á við þegar Picard var og hét.“
— Reader’s Digest.