Úrval - 01.04.1955, Page 88
86
ÚRVAL
ætlum að velja reglulega góða
gjöf. Mamma vill að þú hjálpir
okkur til þess.“
„Þau kunna lagið á því!“
muldraði Bisbee gremjulega í
barm sér. „Þau treysta engum
manni í bænum til að grafa á
myndamótið og svo láta þau
mann borga dýrindisgjöf handa
þeim. Fjandinn hafi það ef ég
gef þeim nokkurn skapaðan
hlut!“ Honum leið strax betur,
enda þótt hann vissi, að þessi
hótun yrði aldrei annað en orð-
in tóm. Þvert á móti, hann
skyldi velja reglulega vandaða
gjöf úr verzlun sinni, gjöf, sem
jafnaðist á við mestu gersem-
ar Murchisons. Hann skyldi
kenna þeim að skammast sín!
Þeir áttu ekki betra skilið, þess-
ir bölvaðir uppskafningar.
Eftir hádegisverðinn færði
Bisbee sig í aftasta vagninn og
ætlaði að fá sér sæti á útsýnis-
pallinum. Þar var margt fólk
fyrir, en honum tókst að ná
sér í stól milli aldraðs manns
með gráan flókahatt og svart-
klæddrar konu. Það var eitt-
hvað í fari konunnar, sem gerði
hana frábrugðna öllum öðrum
konum, sem hann hafði séð.
Bisbee gat ekki gert sér grein
fyrir hvað það var. Ef hann
hefði átt að lýsa henni, myndi
hann hafa sagt, að hún minnti
sig á yngri og fallegri útgáfu
af frú Emory Rathbone.
Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði hann orðið dauð-
feiminn í návist slíkrar hefð-
arkonu, jafnvel þótt hann hefði
ekki tekið eftir perluhálsfest-
inni, sem hún bar. Ef perlurnar
voru ósviknar, og það litu þær
út fyrir að vera, hlaut festin
að hafa kostað ógrynni fjár.
Og sú staðreynd, að hún lét
bera lítið á festinni, styrkti
hann í þeirri skoðun sinni.
Þegar hann var seztur í stól-
inn, hafði tekið upp dagblöðin
og sett upp gráa silkihanzkana,
lét hann augun reika um
fjallahringinn í fjarska, unz
augnaráð hans staðnæmdist við
konuna, sem sat við hlið hans.
Perlurnar voru áreiðanlega ó-
sviknar, þær voru stórar og
hvítar, gljáinn og lögunin var
óaðfinnanlegt.
Þegar hann hafði lokið athug-
un sinni, tók hann upp hlífð-
ar-gleraugun, sem hann not-
aði ávallt í ferðalögum, og setti
þau á sig. Aldraði maðurinn í
næsta stól kveikti sér í vindli,
og þegar Bisbee fann tóbaks-
ilminn, langaði hann sjálfan til
að reykja. Hann var í þann veg-
inn að kveikja í uppáhalds-
vindlinum sínum, þegar hann
veitti því athygli, að reykinn
frá vindli sessunautar hans
lagði út í hornið þar sem kon-
an sat. Bisbee hikaði andartak,
svo stakk hann vindlinum aftur
í vasann. En konan, sem virtist
ekki hafa tekið eftir neinu sem
gerðist í kringum hana fyrr en
nú, sneri sér að honum og
sagði: