Úrval - 01.04.1955, Side 90
88
ÚRVAL
„Já.“
Hann varð ekkert undrandi.
Hann hafði tekið eftir útlend-
um hreim í röddinni.
„En þetta er stórt land,“
sagði hann drýgindalega eins
og Ephraim gamli Rathbone.
„Það er ekkert land undir sól-
inni jafnstórt og voldugt. Ég
hef að vísu aldrei farið sjálfur
til útlanda, en vinir mínir
halda þessu fram.“
Konan svaraði engu, en brosti
ofurlítið.
„Ég býst við að Englending-
ar séu ekki ánægðir yfir því að
við slitum sambandinu við þá
1776. Er það ekki svo?“
„Ég hef aldrei heyrt Eng-
lending minnast á það.“
„Þér eruð þá ekki ensk?“
Hún hristi höfuðið.
„En þér hafið ágætan fram-
burð.“
„Ég lærði ensku áður en ég
lærði móðurmál mitt.“
Hann ætlaði að fara að spyrja
hana um móðurmál hennar, en
í sömu svifum brá hún vasa-
klútnum upp að augunum.
„Afsakið frú,“ sagði hann.
„En þér ættuð ekki að nudda
augað.“
„Ég var bara að skýla því.“
„Hamingjan góða!“ hrópaði
Bisbee. „Hvað er ég annars að
hugsa! Ég er með hlífðar-
gleraugun á nefinu og það eru
einmitt þau, sem yður vantar.“
Hann tók af sér gleraugun og
sýndi henni þau. „Alveg fyrir-
tak á ferðalögum," sagði hann.
„Þau vernda augun fyrir ryki
og ofbirtu og það fer lítið fyr-
ir þeim í tösku eða vasa. Reyn-
ið þau, frú.“
„En þurfið þér ekki að nota
þau sjálfur?"
„Alls ekki. Það get ég full-
vissað yður um,“ svaraði hann
og rétti henni gleraugun.
„Þau eru reglulega þægileg,“
sagði hún, þegar hún var búin
að setja þau á sig. „Eg er yður
mjög þakklát, en . . .“
„Mín er ánægjan, frú,“ sagði
hann og hneigði sig hátíðlega.
í sama bili mundi hann eftir
því að hann hafði ekki kynnt
sig. Hann dró skrautlegt nafn-
spjald upp úr svínsleðursvesk-
inu og rétti henni.
,,Ö,“ sagði hún, leit á spjald-
ið og stakk því niður í svörtu
silkitöskuna. En hún nefndi
hvorki nafn sitt né rétti honum
spjald í staðinn. Konur eru
feimnari en karlmenn þegar
svona stendur á, hugsaði hann
með sér. En hann skyldi samt
sem áður komast að því hvað
hún hét.
#
Lipur brautarþjónn hafði
lýst fyrir honum landslaginu,
sem lestin fór um, og þess-
vegna gat hann nú bent á það
sem markverðast var að sjá. 1
fjallahlíðunum sáust ummerki
eftir gamlar gull- og silfur-
námur, og þegar hann hafði
minnzt á þessa dýrmætu
málma, var auðvelt fyrir hann
að beina samtalinu að hugðar-