Úrval - 01.04.1955, Page 90

Úrval - 01.04.1955, Page 90
88 ÚRVAL „Já.“ Hann varð ekkert undrandi. Hann hafði tekið eftir útlend- um hreim í röddinni. „En þetta er stórt land,“ sagði hann drýgindalega eins og Ephraim gamli Rathbone. „Það er ekkert land undir sól- inni jafnstórt og voldugt. Ég hef að vísu aldrei farið sjálfur til útlanda, en vinir mínir halda þessu fram.“ Konan svaraði engu, en brosti ofurlítið. „Ég býst við að Englending- ar séu ekki ánægðir yfir því að við slitum sambandinu við þá 1776. Er það ekki svo?“ „Ég hef aldrei heyrt Eng- lending minnast á það.“ „Þér eruð þá ekki ensk?“ Hún hristi höfuðið. „En þér hafið ágætan fram- burð.“ „Ég lærði ensku áður en ég lærði móðurmál mitt.“ Hann ætlaði að fara að spyrja hana um móðurmál hennar, en í sömu svifum brá hún vasa- klútnum upp að augunum. „Afsakið frú,“ sagði hann. „En þér ættuð ekki að nudda augað.“ „Ég var bara að skýla því.“ „Hamingjan góða!“ hrópaði Bisbee. „Hvað er ég annars að hugsa! Ég er með hlífðar- gleraugun á nefinu og það eru einmitt þau, sem yður vantar.“ Hann tók af sér gleraugun og sýndi henni þau. „Alveg fyrir- tak á ferðalögum," sagði hann. „Þau vernda augun fyrir ryki og ofbirtu og það fer lítið fyr- ir þeim í tösku eða vasa. Reyn- ið þau, frú.“ „En þurfið þér ekki að nota þau sjálfur?" „Alls ekki. Það get ég full- vissað yður um,“ svaraði hann og rétti henni gleraugun. „Þau eru reglulega þægileg,“ sagði hún, þegar hún var búin að setja þau á sig. „Eg er yður mjög þakklát, en . . .“ „Mín er ánægjan, frú,“ sagði hann og hneigði sig hátíðlega. í sama bili mundi hann eftir því að hann hafði ekki kynnt sig. Hann dró skrautlegt nafn- spjald upp úr svínsleðursvesk- inu og rétti henni. ,,Ö,“ sagði hún, leit á spjald- ið og stakk því niður í svörtu silkitöskuna. En hún nefndi hvorki nafn sitt né rétti honum spjald í staðinn. Konur eru feimnari en karlmenn þegar svona stendur á, hugsaði hann með sér. En hann skyldi samt sem áður komast að því hvað hún hét. # Lipur brautarþjónn hafði lýst fyrir honum landslaginu, sem lestin fór um, og þess- vegna gat hann nú bent á það sem markverðast var að sjá. 1 fjallahlíðunum sáust ummerki eftir gamlar gull- og silfur- námur, og þegar hann hafði minnzt á þessa dýrmætu málma, var auðvelt fyrir hann að beina samtalinu að hugðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.