Úrval - 01.04.1955, Side 92

Úrval - 01.04.1955, Side 92
90 ÚRVAL þokkaleg, eldri kona með loð- kápu til sessunautar hans. Hann spratt á fætur og bjóst við að verða kynntur henni. En konurnar töluðu fáein orð sam- an á einhverju útlendu máli, síðan hneigði aldraða konan sig og fór. „Hvaða mál töluðuð þið?“ spurði hann. „Frönsku." „Mér datt það í hug.“ Bisbee var hreykinn af skarpskyggni sinni. „Þá hefð- uð þér áreiðanlega gaman af að heyra dóttur mína tala. Hún talar frönsku. Hún ætlar að bregða sér til Frakklands til þess að fullkomna sig í mál- inu, hún segist ekki hafa rétt- an framburð. En mér finnst hún tala fullgóða frönsku. Eigið þér heima í París?“ Hún hristi höfuðið. „Ég er ekki frönsk." „Ekki það?“ Þar sem hún sjálf lét undir höfuð leggjast að segja honum heimilisfang sitt, spurði hann hana sjálfur um það. En hann kannaðist ekkert við nafnið sem hún nefndi. „Afsakið?“ Hún endurtók nafnið, en hann kannaðist ekki við það, og hann þorði ekki að biðja hana að stafa það, ef það kynni að vera nafn á einhverri borg sem hann hefði átt að þekkja. Kona með slíkar perlur átti áreiðan- lega ekki heima í neinum af- kima. Hann var að veita þessu fyr- ir sér, þegar hún stóð upp og rétti honum hlífðargleraug- un. Hún ætlaði að fara inn í vagninn. Hann bað hana að hafa gleraugun lengur. „Þér hafið þörf fyrir þau seinna,“ sagði hann og stóð upp. „Ég skal koma með yður og láta yður fá dálítið sáravatn, því ... hm . . . frú . . . hm?“ Þetta var aðferð sem hann notaði í búðinni, þegar hann var að komast að því hvað við- skiptavinurinn héti. En hún brosti aðeins til hans og þakk- aði honum ómakið. Hann fylgdi henni gegnum allmarga vagna, unz hann kom í klefann sinn. Þar opnaði hann svínsleðurs- töskuna svo að ilmvatnsglösin með silfurtöppunum og silfur- sápuskálin sæjust sem bezt. Hann tók sáravatnsglasið og rétti henni það. „Þakka yður fyrir, þér eruð svo hjálpsamur.“ „Ekkert að þakka, mín er ánægjan." Bisbee var ekki alveg viss um hvort hann ætti að fylgja henni til klefa hennar, en áð- ur en hann var búinn að ráða það við sig, var hún horfin. Hann sá hana ekki við mið- degisverðarborðið, og ekki held- ur morguninn eftir; hann skim- aði árangurslaust eftir henni þegar hann var á leiðinni til veitingavagnsins um hádegið. Hún hafði ekki látið sjá sig á útsýnispallinum, þegar lestin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.