Úrval - 01.04.1955, Page 96
94
ÚRVAL
inni og Fiskasafninu, kom burð-
armaðurinn að sækja farangur-
inn.
„Það hefur verið mér mikil
ánægja að kynnast yður, frú
Lescaboura. Mér datt í hug að
ég gæti gert yður eitthvað til
skemmtunar í Chicago. Ég er
þaulkunnugur í borginni, og ef
yður langaði til, gætum við
fengið okkur bíl og ég gæti
sýnt yður Lincolnskemmtigarð-
inn eða sláturhúsin eða . . .“
„Mér þykir það leitt, en vin-
ir mínir bíða eftir mér.“
„Jæja, ég ætla að minnsta
kosti að fylgja yður að hlið-
inu,“ sagði Bisbee vonsvikinn.
Og svo bætti hann við: „Ég
veit ekki hvernig ég á að þakka
yður fyrir allar þessar dásam-
legu gjafir, sem þér sendið dótt-
ur minni. Pálína verður frá sér
numin þegar hún sér þær.“
Lestin hafði varla numið
staðar á brautarstöðinni í
Chicago, þegar Bisbee stökk út
og hraðaði sér að vagni henn-
ar. Hún var með þeim síðustu
sem fóru úr lestinni. Þegar hann
gekk við hlið hennar eftir
brautarpallinum, var hann ákaf-
lega dapur yfir því að skiln-
aðarstundin skyldi vera runnin
upp.
Frú Lescaboura,“ sagði hann,
„mig langar til að segja yður
hve mikla ánægju ég hef haft
af því að kynnast yður. Ég hef
ferðast mikið með járnbraut-
um, en satt að segja hef ég
aldrei áður . .
Bisbee komst ekki lengra, því
að í sömu andrá kom maður
með nelliku í hnappagatinu
hlaupandi til frú Lescaboura.
Og maðurinn beygði sig og
kyssti á hönd hennar! Það var
ekkert um að villast. Bisbee
stóð rétt hjá og horfði á það
með eigin augum. Og hann
heyrði líka greinilega hvað
maðurinn sagði. Hann sagði:
„Ég vona að yðar tign hafi
liðið vel á ferðalaginu.“
I rugluðum heila Bisbees
rifjuðust upp minningar um
ævintýri, sem hann hafði lesið
þegar hann var barn, þar sem
skýrt var hvað „yðar tign“
þýddi. Það hafði frá upphafi
verið einhver dularblær yfir
samferðarkonu hans, framkoma
hennar hafði verið svo ein-
kennilega töfrandi. Orð ókunna
mannsins orkuðu á Bisbee eins
og eldingaglampi í myrkri. Hon-
um varð allt í einu ljóst hvern-
ig í öllu lá, perlurnar voru eng-
in ráðgáta lengur, ekki heldur
demantsflúrið á vindlingavesk-
inu, eða tregða hennar að
segja til nafns síns. Og hann
hafði kallað hana frú Lesca-
boura!
Honum kom fyrst í hug að
reyna að laumast burtu, láta
hana halda að þau hefðu orðið
viðskila í mannþrönginni. Hann
hægði á sér, lét þernuna og
burðarmanninn fara framhjá.
Hann reyndi að koma auga á
einhverja smugu þar sem hon-
um væri undankomu auðið. En