Úrval - 01.04.1955, Síða 97

Úrval - 01.04.1955, Síða 97
PRINSESSAN HANS BISBEE 95 þá sá hann að hún beið eftir honum. Hún hafði ekki gleymt hon- um. Þegar hann kom nær, brosti hún og rétti honum hönd- ina. „Verið þér sælir, og kærar þakkir fyrir samveruna!“ sagði hún. Bisbee tók í hönd hennar, og eins og maður sem lokar aug- unum og stekkur ofan af skýja- kljúf, laut hann niður og kyssti á höndina. „Mín er ánægjan.“ Honum svelgdist á og fannst rödd sín yfirgnæfa háreystina á braut- arstöðinni. „Mín er ánægjan — yðar tign.“ Um leið og hann setti á sig hattinn og gekk á brott, heyrði hann svertingja skellihlæja að baki sér. En í stað þess að líta við og athuga hvað þeir væru að hlæja að, þandi hann út brjóstið, þrýsti hökunni niður í harða flibbann og gekk rak- leitt til leigubílsins, virðulegur og hugsandi eins og sá, sem hefur mikilsverðum störfum að sinna. * Á leiðinni frá Chicago yrti Bisbee ekki á samferðamenn sína. Hann sat þögull og hugs- aði um hinn ótrúlega atburð sem gerzt hafði. Því lengur sem hann hugsaði um hann, þeim mun ævintýralegri varð hann. Hamingjan góða! — Það var hægt að búa til kvikmynd um þetta. Hann gæti gert hana sjálfur, ef hann hefði aðeins tíma til þess. Og þessi kvik- mynd skyldi verða betri en obb- inn af þeim sem sýndar voru í kvikmyndahúsunum! Het jan hittir fagra konu, sem hefur orðið fyrir einhverju óhappi, og flýtir sér að hjálpa henni, án þess að vita hver hún er. Þau kynnast, og þegar þau eru að kveðjast, kemst hann að því hver hún er. „Yðar tign!“ — djúp hneiging ■—• koss á hendi. Skyldu þau nokkurntíma hitt- ast aftur? Það var ómögulegt að segja. Honum fannst sem hann sæti á mjúku hægindi í anddyri glæsilegs hótels. Þetta var í Evrópu. Það heyrðist skvamp í gosbrunni, hljómsveit lék, og prúðbúið hefðarfólk var á gangi fram og aftur. Allt í einu víkur einn gestanna sér að honum, fögur, dökkhærð kona í flegnum kjól, með dem- antskórónu — úr fyrsta flokks, stórum, glærum steinum — á höfðinu. „Er það sem mér sýn- ist — herra Bisbee!“ „Já, yðar tign. Ég er á ferð hérna til þess að kynna mér hvað helztu gimsteinasalar Evrópu hafa á boðstólum." Þau snæddu miðdegisverð saman, fóru í bíltúr saman, og allra augu hvíldu á henni. Þau gengu hlið við hlið um skemmti- garðana og gegnum hallargöng, þar sem hermenn stóðu vörð — eins og í kvikmyndinni sem Mary Pickford lék í.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.