Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 97
PRINSESSAN HANS BISBEE
95
þá sá hann að hún beið eftir
honum.
Hún hafði ekki gleymt hon-
um. Þegar hann kom nær,
brosti hún og rétti honum hönd-
ina.
„Verið þér sælir, og kærar
þakkir fyrir samveruna!“ sagði
hún.
Bisbee tók í hönd hennar, og
eins og maður sem lokar aug-
unum og stekkur ofan af skýja-
kljúf, laut hann niður og kyssti
á höndina.
„Mín er ánægjan.“ Honum
svelgdist á og fannst rödd sín
yfirgnæfa háreystina á braut-
arstöðinni. „Mín er ánægjan
— yðar tign.“
Um leið og hann setti á sig
hattinn og gekk á brott, heyrði
hann svertingja skellihlæja að
baki sér. En í stað þess að líta
við og athuga hvað þeir væru
að hlæja að, þandi hann út
brjóstið, þrýsti hökunni niður
í harða flibbann og gekk rak-
leitt til leigubílsins, virðulegur
og hugsandi eins og sá, sem
hefur mikilsverðum störfum að
sinna.
*
Á leiðinni frá Chicago yrti
Bisbee ekki á samferðamenn
sína. Hann sat þögull og hugs-
aði um hinn ótrúlega atburð
sem gerzt hafði. Því lengur sem
hann hugsaði um hann, þeim
mun ævintýralegri varð hann.
Hamingjan góða! — Það var
hægt að búa til kvikmynd um
þetta. Hann gæti gert hana
sjálfur, ef hann hefði aðeins
tíma til þess. Og þessi kvik-
mynd skyldi verða betri en obb-
inn af þeim sem sýndar voru í
kvikmyndahúsunum! Het jan
hittir fagra konu, sem hefur
orðið fyrir einhverju óhappi,
og flýtir sér að hjálpa henni,
án þess að vita hver hún er.
Þau kynnast, og þegar þau eru
að kveðjast, kemst hann að því
hver hún er. „Yðar tign!“ —
djúp hneiging ■—• koss á hendi.
Skyldu þau nokkurntíma hitt-
ast aftur? Það var ómögulegt
að segja. Honum fannst sem
hann sæti á mjúku hægindi í
anddyri glæsilegs hótels. Þetta
var í Evrópu. Það heyrðist
skvamp í gosbrunni, hljómsveit
lék, og prúðbúið hefðarfólk var
á gangi fram og aftur. Allt í
einu víkur einn gestanna sér
að honum, fögur, dökkhærð
kona í flegnum kjól, með dem-
antskórónu — úr fyrsta flokks,
stórum, glærum steinum — á
höfðinu. „Er það sem mér sýn-
ist — herra Bisbee!“ „Já, yðar
tign. Ég er á ferð hérna til
þess að kynna mér hvað helztu
gimsteinasalar Evrópu hafa á
boðstólum."
Þau snæddu miðdegisverð
saman, fóru í bíltúr saman, og
allra augu hvíldu á henni. Þau
gengu hlið við hlið um skemmti-
garðana og gegnum hallargöng,
þar sem hermenn stóðu vörð
— eins og í kvikmyndinni sem
Mary Pickford lék í.