Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 100
98
TJRVAL
látið reiði sína í ljós, vék
hún sér að honum:
„Hvers konar prinsessa sagð-
ist hún vera?“
„Hún sagði ekkert um það.
Sendiherrann tók á móti henni
þegar lestin kom til Chicago.
Það var hann, sem sagði mér
hver hún var. Og ef ykkur lang-
ar til að sjá hvernig hún lít-
ur út,“ sagði hann og tók
myndina upp úr veskinu, „þá er
hérna mynd, sem hún gaf mér.
Hvað segið þið nú?“
Pálína skoðaði myndina og
hristi höfuðið.
„Þetta er ekki prinsessa. Hún
er of lagleg. Prinsessur eru
alltaf herfilega ljótar.“
„Má ég sjá,“ sagði frú Bis-
bee, tók myndina af dóttur-
inni og athugaði hana. „Ég
skil ekki hvernig þú getur sagt
að hún sé lagleg. Hún er of
munnstór, og svo hlær hún eins
og bjáni.“
„Hvað sagðist hún heita?“
spurði Pálína.
„Nafn hennar tignar,“ til-
kynnti Bisbee, þandi út brjóst-
ið og rak hökuna niður í harða
flibbann, „er Gabríella Lesca-
boura. Hún skrifaði nafnið sitt
á myndina."
„Ér það nú nafn!“ sagði
kona hans og hló.
„Bíddu ofurlítið, mamma."
Pálína hafði kropið á hnén og
var farin að fletta blöðunum í
hillunni. „Það kæmi mér ekki
á óvart þó að pabbi hefði rétt
fyrir sér,“ sagði hún.
„Ég held að þetta sé sú sama
og ég var að lesa um.“
„Efalaust,“ sagði Bisbee
kuldalega.
Blaðið, sem Pálína hafði tek-
ið úr hillunni, var þunnt og
bar heitið Chit-Chat. Hún fletti
því í snatri.
„Hérna er það!“ Pálína leit
spurnaraugum á föður sinn.
„Hvað veiztu um hana, pabbi?“
„Lestu bara,“ sagði Bisbee
kæruleysislega.
„Hérna stendur: „Hin fagra
prinsessa Lescaboura, sem hef-
ur dvalið í Santa Barbara í vet-
ur, er í þann veginn að hverfa
aftur heim til Evrópu, og þeir
sem bezt þekkja til . . .“
„Hún fer frá New York eft-
ir viku,“ skaut Bisbee inn í.
„Og þeir sem bezt þekkja til,
eru nú að velta því fyrir sér,
hvort prinsessan og maður
hennar muni hittast í höll
þeirra hjá Cote d’Azur, eða
hvort Lido hafi orðið fyrir val-
inu. Það er alkunna, að prins-
inn er sérstaklega hrifinn af
þessum glæsilega baðstað.“
„Alveg rétt, alveg rétt,“ sagði
Bisbee og gekk um gólf í ákafa.
Pálína hélt áfram: „Þeir sem
fylgjast með lífinu á glæsileg-
ustu baðstöðum Evrópu, telja
prinsinn og prinsessuna mjög
frjálslynd. Vegna hinna miklu
auðæfa, geta þau talið Créme de
la créme — blómann af tignar-
fólki Evrópu — meðal nánustu
vina sinna, en þau hafa annars
mörg áhugamál, og hneigð