Úrval - 01.04.1955, Side 103
PRINSESSAN HANS BISBEE
101
um að þú varðst hrifinn af þess-
ari konu.“
„Heyrðu, Pálína,“ andmælti
hann. „Ég varð alls ekkert
hrifinn af henni. Þú mátt ekki
tala svona. Ég banna þér að . . .“
Dyrabjöllunni var hringt og
raddir heyrðust fyrir utan.
„Það eru strákarnir að sækja
mig,“ sagði Pálína lágt.
„líamingjan hjálpi mér,
dyrnar voru opnar.“ hvíslaði
hann og laumaðist inn í borð-
stofuna, en hún fór fram til
þess að taka á móti gestunum.
Þegar hann kom upp á loft,
voru svefnherbergisdyrnar læst-
ar. Hann bar ferðatöskuna inn
í gestaherbergið og svaf þar.
Hann hitti hvorki móðurina né
dótturina morguninn eftir, þær
voru ekki komnar á fætur, þeg-
ar hann fór að heiman.
Hann botnaði ekkert í upp-
steitnum kvöldið áður. Hann
hafði ekki gert neitt af sér.
Öll þau ár, sem þau Stella
höfðu verið gift, hafði hann
aldrei gefið henni minnsta til-
efni til afbrýðisemi. Systir
hennar hafði meira að segja
sagt að hann væri of góður —
svo góður, að það borgaði sig
ekki fyrir hann. Þetta var al-
veg óskiljanlegt.
#
Hann hlakkaði til að taka
aftur til starfa. Charley Doelger
mundi segja honum hvað gerzt
hefði meðan hann var í burtu,
og hann ætlaði að segja Charley
frá ferðalaginu. Ef til vill
mundi hann ekki minnast á
hana. Það var ekki lengur
skemmtilegt umræðuefni.
Hann var naumast setztur við
skrifborðið bak við glervegginn
innst í búðinni, þegar Charley
kom til hans.
„Gaman að sjá þig aftur.
Hvernig hefur þér liðið?“
„Ágætlega, þakka þér fyrir,“
sagði Bisbee.
„Þér hefði verið óhætt að
bíða, svo að þú hefðir getað
orðið hinum samferða með
aukalestinni,“ sagði Charley.
„Eg veit það,“ sagði Bisbee
og varð skyndilega þögull.
Charley tók upp pappírshníf
og danglaði honum hugsandi í
borðið. Bisbee varð dálítið
vandræðalegur, því að hann
fann á sér að Charley langaði
til að frétta meira. Gat það
verið ? Hvernig gat Charley
haft hugmynd um það? Nú var
hann orðinn ímyndunarveikur.
„Hvað er að frétta úr bæn-
um?“
„Fólk talar aðallega um
Thresher og Alice Murchison.
Það stendur eitthvað um hann
í þessum slúðursnepli. Ég hélt
að þú hefðir gaman af að sjá
það,“ sagði hann og rétti Bis-
bee eintak af Chit-Chat.
Bisbee hleypti brúnum.
„Það er margt satt sem þeir
segja,1^ sagði Charley. Hann
horfði á eftir bíl, sem ók niður
götuna.
„Það vill svo til að ég veit