Úrval - 01.04.1955, Side 110
10.8
ÚRVAL
kaupa gjöf handa Alice. Eg
ætla að líta inn til Bisbee í dag
og vita hvort ég sé ekki eitt-
hvað sem er heppilegt.“
„Er þetta satt?“ Bisbee var
alveg klumsa. „En . . . frú
Rathbone hefur aldrei keypt
svo mikið sem . . .“
Hann þagnaði þegar einka-
ritari Rathbones kom inn í her-
bergið.
„Skrifstofa herra Bisbees
óskar eftir samtali við hann,“
sagði hún.
Rathbone ýtti símanum til
hans. „Það væri æskilegt ef þú
gætir flýtt þér hingað,“ heyrði
hann Charley Doelger segja.
„Alice Murchison og móðir
hennar eru staddar hér. Þær
ætla að kaupa gjafir handa
brúðarmeyjunum. “
„Haltu þeim við efnið,
Charley. Ég kem strax.“
Hann stóð upp og tók í hönd
málafærslumannsins.
„Ég hef haft gott af þessu
samtali!“ sagði hann. „Ég vildi
óska að ég hefði tíma til að tef ja
lengur, en þér vitið eins vel og
ég hvað það er að hafa mikið að
gera.“
Hann hraðaði sér til búðar-
innar og sá að Charley Doelger
var að sýna tveim konum
skrautnælur.
„Ég skal sjálfur afgreiða frú
og ungfrú Murchison,” sagði
hann.
„Er nokkuð sem yður geðjast
að?“ sagði hann og sneri sér
að frú Murchison. Hann fann
að dóttirin einblíndi á hann.
„Mér lízt vel á þessa hérna,
Alice,“ sagði frú Murchison.
„Ekki mér,“ sagði dóttirin.
„Nælur eru svo gamaldags."
„Doelger," sagði Bisbee og
sneri sér að Charley, „viljið þér
gera svo vel að sækja nýju
gerðina af J & G skartgripa-
skrínunum okkar. Viljið þér
vera svo góður að koma með
þau inn í skrifstofuna mína. —
Það er þægilegra að vera þar,“
sagði hann og sneri sér að kon-
unum.
Hann stóð í dyrunum og
hneigði sig, og þegar mæðgun-
ar voru komnar inn í skrifstof-
una, sagði hann: „Það hefur
verið gott veður undanfarið . . .“
Hann þagnaði skyndilega. Á
borðinu lá Chit-Chat. Hann
hafði komið með það frá Rath-
bone. „Ekki satt?“ sagði hann
og benti út um gluggann. „Sjá-
ið bara sólskinið," bætti hann
við og tókst að stinga blaðinu
undir möppuna á skrifborðinu.
„Eg minnist þess ekki að það
hafi verið svona gott veður á
þessum tíma árs.“
Charley kom með skrínin.
„Viljið þér líka sækja nýju
vindlingaveskin, Doelger,“ sagði
Bisbee og flýtti sér að kveikja
í sígarettunni, sem ungfrú Alice
hafði tekið upp.
Alice Murchison var ekki sér-
lega hrifin af skartgripaskrín-
unum. En henni leizt vel á vind-