Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 110

Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 110
10.8 ÚRVAL kaupa gjöf handa Alice. Eg ætla að líta inn til Bisbee í dag og vita hvort ég sé ekki eitt- hvað sem er heppilegt.“ „Er þetta satt?“ Bisbee var alveg klumsa. „En . . . frú Rathbone hefur aldrei keypt svo mikið sem . . .“ Hann þagnaði þegar einka- ritari Rathbones kom inn í her- bergið. „Skrifstofa herra Bisbees óskar eftir samtali við hann,“ sagði hún. Rathbone ýtti símanum til hans. „Það væri æskilegt ef þú gætir flýtt þér hingað,“ heyrði hann Charley Doelger segja. „Alice Murchison og móðir hennar eru staddar hér. Þær ætla að kaupa gjafir handa brúðarmeyjunum. “ „Haltu þeim við efnið, Charley. Ég kem strax.“ Hann stóð upp og tók í hönd málafærslumannsins. „Ég hef haft gott af þessu samtali!“ sagði hann. „Ég vildi óska að ég hefði tíma til að tef ja lengur, en þér vitið eins vel og ég hvað það er að hafa mikið að gera.“ Hann hraðaði sér til búðar- innar og sá að Charley Doelger var að sýna tveim konum skrautnælur. „Ég skal sjálfur afgreiða frú og ungfrú Murchison,” sagði hann. „Er nokkuð sem yður geðjast að?“ sagði hann og sneri sér að frú Murchison. Hann fann að dóttirin einblíndi á hann. „Mér lízt vel á þessa hérna, Alice,“ sagði frú Murchison. „Ekki mér,“ sagði dóttirin. „Nælur eru svo gamaldags." „Doelger," sagði Bisbee og sneri sér að Charley, „viljið þér gera svo vel að sækja nýju gerðina af J & G skartgripa- skrínunum okkar. Viljið þér vera svo góður að koma með þau inn í skrifstofuna mína. — Það er þægilegra að vera þar,“ sagði hann og sneri sér að kon- unum. Hann stóð í dyrunum og hneigði sig, og þegar mæðgun- ar voru komnar inn í skrifstof- una, sagði hann: „Það hefur verið gott veður undanfarið . . .“ Hann þagnaði skyndilega. Á borðinu lá Chit-Chat. Hann hafði komið með það frá Rath- bone. „Ekki satt?“ sagði hann og benti út um gluggann. „Sjá- ið bara sólskinið," bætti hann við og tókst að stinga blaðinu undir möppuna á skrifborðinu. „Eg minnist þess ekki að það hafi verið svona gott veður á þessum tíma árs.“ Charley kom með skrínin. „Viljið þér líka sækja nýju vindlingaveskin, Doelger,“ sagði Bisbee og flýtti sér að kveikja í sígarettunni, sem ungfrú Alice hafði tekið upp. Alice Murchison var ekki sér- lega hrifin af skartgripaskrín- unum. En henni leizt vel á vind-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.