Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 113
PRINSESSAN HANS BISBEE
111
vantaði eitthvað í líf hans.
Hann var kominn aftur í gamla
farið. Honum varð það ljóst
eitt kvöld, þegar hann kom
heim, og Stella og Pálína fóru
að hamra á því að bíllinn væri
orðinn garmur. Þau yrðu að
fá nýjan bíl, og einkabílstjóra.
Þær voru meira að segja búnar
að ákveða hverskonar bíl þau
áttu að kaupa, og hve dýran.
,,En ég má ekki sóa pening-
unum svona,“ sagði hann með
hægð. ,,Ég verð að leggja eitt-
hvað fyrir.“
„Þér væri nær að sjá um að
kona þín og dóttir þyrftu ekki
að verða sér til minnkunar hjá
fólkinu, sem þær umgangast
nú!“
,,Ég sé vel fyrir konu minni
og dóttur.“
„Heldur þú að ég þekki þig
ekki,“ sagði Stella reið. Þú hef-
ur alltaf verið svona og þú
breytist aldrei. Nú erum við
Pálína komnar í kunningsskap
við fólk, sem hægt er að um-
gangast, og lausar við hyskið,
sem við urðum að þekkja áður.
En það er ekki þér að þakka.
Nei, þú ert og verður sami
kurfurinn!“
Kurfur! Kurfur! Það var
ekki í fyrsta skipti, sem hann
fékk að heyra þetta orð. Hann,
sem var kannski bráðum orð-
inn stærsti gimsteinasalinn í
fylkinu! Og hann var kallaður
kurfur!
Hann gat ekki gleymt þess-
ari svívirðu, og hann hugsaði
ekki um annað á leiðinni í búð-
ina morguninn eftir. Þegar
hann gekk í gegnum búðina,
rétti ungfrú Glick honum bréf-
in sem borizt höfðu um morg-
uninn. En í stað þess að opna
bréfin, settist hann og starði
hugsandi niður í gólfið.
Hver var tilgangurinn með
þessu öllu saman ? Hvaða
þýðingu hafði þessi þrældómur
myrkranna á milli ? Hvers
vegna, hvers vegna? Hvers
vegna bjóst hann alltaf við því
að Stella mundi einn góðan veð-
urdag fara að skilja hann og
koma fram við hann eins og
manneskja?
Klukkan á veggnum sló níu
högg og minnti hann á að nýr
vinnudagur væri runninn upp.
Hann teygði sig eftir pappírs-
hnífnum og fór að opna bréf-
in, eitt af öðru, þar til hann
hélt á ljósbláu umslagi í hend-
inni. Það var útlent frímerki á
því. Svo kannaðist hann við
rithöndina! Hann sat allt í einu
keikur í stólnum og fór að rífa
umslagið upp með fingrunum.
Það var aðeins ein örk í um-
slaginu.
Efst í vinstra horninu var
blá kóróna, hægra megin var
nafn á einhverri höll.
Hann var í mikilli hugaræs-
ingu, þegar hann las bréfið.
Kæri hr. Bisbee.
Þegar ég ferðaðist um Ame-
ríku í fyrra, voruð þér svo vin-
gjarnlegur að gefa mér sól-