Úrval - 01.04.1955, Blaðsíða 116
Pú ert dómarinnl
IJr ,,The Saturday Evening Post“.
Hér á eftir veröur gerð grein fyrir nokkrum málum,
scm komið hafa til kasta dómstóla, cr kváðu upp dóma
í þeim. Lesendur skulu sér til gamans dœma sjálfir í mál-
unum og athuga síðan hvort dómar þeirra eru samliljóða
dómum réttvisinnar. Dómana er að finna á 2. kápusíðu.
1. Mikael var ókvæntur og
hafði safnað talsverðum eignum.
Einn góðan veðurdag hvarf hann,
eins og jörðin hefði gleypt hann,
án þess að láta nokkurn af ætt-
ingjum sínum vita. Þegar tiu ár
voru liðin án þess nokkuð spyrð-
ist til Mikaels, skiptu ættingjar
hans eignum hans á milli sín og
töldu þá ráðstöfun eiga stoð í
lögum, sem mæla svo fyrir, að
ef maður er fjarverandi án þess
að kunn sé nokkur skýring á fjar-
veru hans og ekkert hefur frétzt
af honum í tíu ár eða meira, skuli
hann ekki lengur teljast i tölu lif-
enda. En rétt þegar ættingjarnir
ætluðu að fara að njóta góðs af
arfinum, birtist Mikael i fullu fjöri.
Hann gaf þá skýringu á fjarveru
sinni, að hann hefði verið að
„skoða sig um í heiminum". Þeg-
ar honum var sagt, að hann hefði
verði talinn dauður, hló hann dátt
— þangað til ættingjarnir neit-
uðu að skila aftur eigum hans.
Þá fór hann í mál.
„Sem efnuðum borgara bar þér
skylda til að láta ættingja þína og
bæjarfélag vita eitthvað um þig öll
þessi ár,“ sögðu ættingjarnir. „Við
kynntum okkur lögin, áður en við
skiptum eignum þínum. Hvað
snertir eigur þínar ert þú sama
og dauður."
„Það eru einskisnýt lög,“ svar-
aði Mikael, „og áreiðanlega brot
á stjórnarskránni. Það er ekki
hægt að taka eigur manns frá
honum á þennan hátt.“
Ef þú værir dómarinn, hvort
mundir þú dæma ættingjunum eða
Mikael í vil?
2. Rúdolf hafði elskað mikið
um dagana, en kannski ekki að
sama skapi skynsamlega, og nú
varð hann að þola það að vera
tekinn fastur, ákærður fyrir tví-
kvæni. Það var þriðja konan hans,
sem var ákærandinn. Hjónabands-
saga hans, eins og hún var rak-
in í réttinum, var á þessa leið:
Árið 1936 yfirgaf Rúdolf fyrstu
konu sína. Árið 1939 tók hann
sér aðra konu án þess að fá lög-
legan skilnað við þá fyrri. Árið
Framhald á 3. kápusiðu.
STEINDÓRBPRENT H.F.